Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2022 22:20 Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður byggðaráðs Múlaþings, í viðtali í beinni útsendingu Stöðvar 2 í kvöld. Sigurjón Ólason Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna: Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var seint út beint frá rótum Fjarðarheiðar þar sem Seyðisfjarðarvegur liggur frá Egilsstöðum upp á 620 metra háa heiðina. Rætt var við Berglindi Hörpu Svavarsdóttur, formann byggðaráðs Múlaþings, en bæði Seyðisfjörður og Egilsstaðir eru hluti þess sveitarfélags. Gangamunni Fjarðarheiðarganga Seyðisfjarðarmegin gæti litið svona út.Vegagerðin/Mannvit Göngin undir heiðina verða 13,3 kílómetra löng og áætlar Vegagerðin að kostnaður við gerð þeirra verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna. Berglind var spurð hvort verjanlegt væri að setja svo mikla fjármuni í þessi einu jarðgöng. „Ja, fólki er nú brugðið að heyra svona tölur fyrir ein göng, það er ekki spurning. En göng eru mjög dýr og auðvitað eru þessi göng extra-löng. En það er ástæða fyrir þeim og þetta hefur farið í gegnum mikið faglegt mat, bæði ákveðin skýrsla sem var lögð fram. Og þetta er í takti við bókanir SSA. Þannig að við erum á þessari vegferð, já.“ Gangamunni Egilsstaðamegin er áformaður við Eyvindará á Fagradal.Vegagerðin/Mannvit En óttast hún að umræða um toll á öll jarðgöng, sem spyrtur verði við Fjarðarheiðargöng, geti spillt áformum um göngin? „Nei, alls ekki. Þessi áform eru bara samkvæmt samgönguáætlun og það er allt í ferli. En auðvitað er þetta ný aðferðarfræði að borga í göng. En við sjáum það bara um allt land að við verðum að efla samgöngur með fleiri göngum og þau eru dýr. En bara að við sjálf og ferðamenn fái tækifæri til að taka þátt í þessum kostnaði og vera með öruggar og öflugar samgöngur hér á landi,“ svarar Berglind. Svona gæti tenging jarðganganna við þjóðveginn um Fagradal litið út, samkvæmt einni útfærslunni.Vegagerðin/Mannvit Hún segir að framundan sé að bjóða út Fjarðarheiðargöng. „Og framkvæmdir fari bara í gang í lok næsta árs,“ segir formaður byggðaráðs Múlaþings. Hér má sjá útsendinguna:
Múlaþing Vegtollar Vegagerð Samgöngur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Sjá meira
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10