Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, sjást hér með Söru Björk Gunnardóttur, fyrirliða liðsins, og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ. Með Guðna eru börn hans. Twitter: @footballiceland Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra. Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira