Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, sjást hér með Söru Björk Gunnardóttur, fyrirliða liðsins, og Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ. Með Guðna eru börn hans. Twitter: @footballiceland Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra. Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Sjá meira
Íslenska stelpurnar áttu þar hádegisfund með forsetanum og ráðherranum. „Það er alltaf gaman að fá inn ný andlit þegar við erum farin að horfa í andlitið á hverju öðru í marga daga. Það var ágætis tilbreyting að fá þetta fólk til okkar. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í gær. Þjálfarinn vill fá Guðna forseta aftur á hótelið ef að þessi heimsókna skilar sigri á móti Ítalíu í dag. „Gaman að fá þau og börnin þeirra með og aðeins að fá létt andrúmsloft inn í þetta. Það var gaman að hitta Guðna og Lilju. Vonandi þurfum við að boða hann aftur ef við vinnum leikinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Dagný Brynjarsdóttir var líka sátt með þessa heimsókn. En hvað var forseti Íslands að segja við stelpurnar. „Hann var bara að peppa okkur og segja okkur hvað hann væri stoltur af okkur eins og allir heima á Íslandi. Hann sagði að við værum með mikinn stuðning við bakið á okkur. Auðvitað er ótrúlega gaman að heyra það og hann gaf okkur smá hvatningarorð,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. We got a special visit today. The president of Iceland, Mr. Guðni Th. Jóhannesson and Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Culture and Business Affairs had lunch with the team!They will be in the stands tomorrow when we play Italy in our second game in the group stage #dottir pic.twitter.com/iRNYKHuU4a— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 13, 2022 Hvernig var það fyrir Dagnýju að sjá áhuga ráðamanna þjóðarinnar hafi áhuga á þeim. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom á fyrsta leikinn og nú Guðni og Lilja. „Þetta er ótrúlegt gott pepp. Gaman að sjá að þeim er annt um okkur og annt um íþróttirnar. Eins og þau sögðu þá erum við miklar fyrirmyndir fyrir alla hvort sem það eru börn eða fullorðnir,“ sagði Dagný. „Við tökum því hlutverki líka alvarlega og viljum vera góðar fyrirmyndir. Það er frábært að fá stuðning frá þeim. Þó að við vitum að við erum með mikinn stuðning heima þá er gaman að heyra það líka frá þeim,“ sagði Dagný.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Sjá meira