„Hún er virkilega klár og hlý persóna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 14:00 Fólkið sem mættir á leiki Íslands á EM í Englandi með átján á búningunum sínum. Frá vinstri: Kári Jónsson, Jónas Jónmundsson, Dýrfinna Arnardóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Foreldrar miðvarðarins Guðrúnar Arnardóttur eru mætt til Englands til að styðja við bakið á sinni konu eins og þau eru vörn að gera. Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira
Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira