Innlent

„Hann var við­kunnan­legur maður og vel þekktur fyrir stjórn­visku sína“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ryotaro Suzuki er sendiherra Japans á Íslandi.
Ryotaro Suzuki er sendiherra Japans á Íslandi. stöð 2

Sendiherra Japans á Íslandi segir að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans sem var myrtur fyrir helgi, hafi verið einstaklega góður maður og segist í áfalli vegna voðaverksins.

Japanska fánanum var flaggað í hálfa stöng við sendiráð Japans á Íslandi í dag vegna morðsins á Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japans.

Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið.

Sendiherra Japans á Íslandi þekkti Abe og segir hann hafa verið góðan og vel liðinn.

„Hann var viðkunnanlegur maður og hann var vel þekktur fyrir stjórnvisku sína,“ sagði Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi.

Morðið á Abe hefur tekið mjög á Japönsku þjóðina. Þeim sem vilja gefst á morgun tækifæri til að skrifa samúðarkveðjur í bók sem er í sendiráði Japans á Laugavegi.

„Starfsfólk sendiráðsins, þar á meðal ég sjálfur, er í miklu áfalli eftir þetta glórulausa ofbeldi. Ég finn fyrir mikilli sorg vegna þessa atviks.“


Tengdar fréttir

Rang­lega bendlaður við morðið á Abe og í­hugar mála­ferli

Tölvuleikjaframleiðandinn Hideo Kojima hefur hótað málaferlum eftir að falsfréttir sem sýndu myndir af honum í tengslum við fréttir af morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fóru á flug. Myndir af Kojima voru sagðar sýna manninn sem banaði Abe.

Taldi að Abe tengdist trúar­hópi sem keyrði móður hans í gjald­þrot

Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot.

Telur morðið geta haft á­hrif á úr­slit kosninga

Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag.

Játar að hafa myrt Abe

Tetsuya Yamagami hefur játað að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan. Yamagami skaut Abe með haglabyssu í nótt þegar hann var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í borginni Nara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×