Fyrirliði Hollendinga meidd og ekki meira með Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 13:46 Sari van Veenendaal verður ekki meira með á EM. Alex Livesey/Getty Images Sari van Veenendaal, aðalmarkvörður og fyrirliði hollenska landsliðsins, fór meidd af velli í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Meiðslin eru þess eðlis að hún mun ekki geta spilað meira á mótinu. Mikið hefur verið um meiðsli í kringum EM á Englandi en Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims í dag, meiddist illa á hné skömmu fyrir mót og verður frá næstu mánuði. Þá fingurbrotnaði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ein af þremur markvörðum Íslands, og verður einnig frá keppni í einhvern tíma. Þá hafa leikir fyrstu umferðar riðlakeppninnar tekið sinn toll og nú er ljóst að hin 32 ára gamla Veenendaal mun ekki spila meira með á EM. 32-year-old Netherlands veteran goalkeeper Sari van Veenendaal bows out due to an injury at the 21st minute.Nightmare start to her #WEURO2022 campaign pic.twitter.com/6ppqiP6pbk— DW Sports (@dw_sports) July 9, 2022 Hún byrjaði í markinu er Holland mætti Svíþjóð á laugardag í einum af stórleikjum riðlakeppni EM. Nokkuð snemma leiks kom Veenendaal út úr marki sínu til að handsama boltann en það tókst ekki betur en svo að hún skall á tveimur samherjum sínum og lágu allar þrjár eftir. Markvörðurinn var svo tekin af velli á 22. mínútu en Aniek Nouwen þraukaði nær allan fyrri hálfleikinn en þurfti einnig að koma af velli. Hún mun missa af leiknum gegn Portúgal á miðvikudag. Jacintha Weimar, markvörður Feyenoord, kemur inn í hópinn hjá Hollandi en ljóst er að fráhvarf Veenendaal gerir liðið talsvert ólíklegra til að ná árangri á EM í sumar. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Mikið hefur verið um meiðsli í kringum EM á Englandi en Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims í dag, meiddist illa á hné skömmu fyrir mót og verður frá næstu mánuði. Þá fingurbrotnaði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ein af þremur markvörðum Íslands, og verður einnig frá keppni í einhvern tíma. Þá hafa leikir fyrstu umferðar riðlakeppninnar tekið sinn toll og nú er ljóst að hin 32 ára gamla Veenendaal mun ekki spila meira með á EM. 32-year-old Netherlands veteran goalkeeper Sari van Veenendaal bows out due to an injury at the 21st minute.Nightmare start to her #WEURO2022 campaign pic.twitter.com/6ppqiP6pbk— DW Sports (@dw_sports) July 9, 2022 Hún byrjaði í markinu er Holland mætti Svíþjóð á laugardag í einum af stórleikjum riðlakeppni EM. Nokkuð snemma leiks kom Veenendaal út úr marki sínu til að handsama boltann en það tókst ekki betur en svo að hún skall á tveimur samherjum sínum og lágu allar þrjár eftir. Markvörðurinn var svo tekin af velli á 22. mínútu en Aniek Nouwen þraukaði nær allan fyrri hálfleikinn en þurfti einnig að koma af velli. Hún mun missa af leiknum gegn Portúgal á miðvikudag. Jacintha Weimar, markvörður Feyenoord, kemur inn í hópinn hjá Hollandi en ljóst er að fráhvarf Veenendaal gerir liðið talsvert ólíklegra til að ná árangri á EM í sumar.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira