Innlent

Festu bíl úti í miðri Steins­holts­á

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bíllinn var fastur í ánni og mennirnir komust ekki á land.
Bíllinn var fastur í ánni og mennirnir komust ekki á land. Landsbjörg

Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir klukkan sex í kvöld þegar tilkynnt var um fastan bíl úti í miðri Steinsholtsá. Tveir menn voru inni í bílnum og þurfti að sækja þá á dráttarvél.

Mennirnir tveir gátu ekki komist í land eftir að hafa fest bílinn og því keyrði einn skálavarðanna dráttarvél út í á. Hann náði að koma mönnunum yfir í dráttarvélina og skutlaði þeim í land.

Mennirnir voru nokkuð blautir og kaldir þegar komið var í land en þeim var skutlað í björgunarsveitarbíl til byggða. Bíllinn var dreginn á land en hann var óökufær.

Dráttarvél dró bílinn í land.Landsbjörg


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×