Inga Sæland segir sjávarútvegsráðherra gera mikla vinnu að engu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2022 21:30 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir áform sjávarútsvegráðherra um að leggja fram frumvarp um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða vera atlögu að sjávarbyggðum landsins. Með slíkri lagasetninga yrði vinna síðasta kjörtímabils að meira jafnvægi í sjávarútvegi gerð að engu. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Frá þessu greindi Svandís í pistli í Morgunblaðinu á dögunum, og sagði það fyrirkomulag sem ríkt hefur frá árinu 2019 hafi mistekist, og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem því var ætlað að treysta. Þessu er formaður Flokks fólksins ósammála, og gagnrýnir áformin harðlega. „Hún er að gera að engu þá miklu vinnu sem að var lögð í það að reyna að koma á frekara jafnræði hringinn í kringum landið hvað lýtur að strandveiðunum,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Inga var varaformaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili en Lilja Rafney Magnúsdóttir, flokkssystir Svandísar, var formaður. Lilja, sem nú er varaþingmaður, hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Inga segir að góð sátt hafi ríkt um núverandi fyrirkomulag, þegar því var komið á. „En eins og hún er að haga sér núna þá er hún bara að spóla þetta allt saman upp og gerir í engu ráðleggingar sinna flokkssystkina. Til dæmis eins og bæði Bjarna Jónssonar og svo ég tali nú ekki um Lilju Rafney Magnúsdóttur sem að var formaður atvinnuveganefndar og einmitt barðist mjög ötullega og í samstöðu allrar nefndarinnar meira og minna og jafnvel sjávarútvegsráðherra fyrrverandi Kristján Þór Júlíusson. Hann var vinveittari strandveiðum heldur en núverandi sjávarútvegsráðherra, virðist vera.“ Vinnubrögð sjávarútvegsráðherra lýsi vanvirðingu við þá vinnu sem fór í að koma á núverandi fyrirkomulagi. Áformin séu ekki byggð á rökum. „Við vitum það að stórútgerðarsérfræðingarnir þeir hafa nú gjarnan bara viljað nú gjarnan losna við þessar strandveiðar. Mér sýnist þeim ætla að takast það og hvort sem að þetta er ráðgjöf frá þeim eða hvaðan annars staðar þá er hún allaveganna ekki góð fyrir strandveiðarnar og brothættar byggðir í landinu, það er nokkuð ljóst.“ Sjávarútvegur Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Frá þessu greindi Svandís í pistli í Morgunblaðinu á dögunum, og sagði það fyrirkomulag sem ríkt hefur frá árinu 2019 hafi mistekist, og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem því var ætlað að treysta. Þessu er formaður Flokks fólksins ósammála, og gagnrýnir áformin harðlega. „Hún er að gera að engu þá miklu vinnu sem að var lögð í það að reyna að koma á frekara jafnræði hringinn í kringum landið hvað lýtur að strandveiðunum,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Inga var varaformaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili en Lilja Rafney Magnúsdóttir, flokkssystir Svandísar, var formaður. Lilja, sem nú er varaþingmaður, hefur gagnrýnt sjávarútvegsráðherra vegna málsins. Inga segir að góð sátt hafi ríkt um núverandi fyrirkomulag, þegar því var komið á. „En eins og hún er að haga sér núna þá er hún bara að spóla þetta allt saman upp og gerir í engu ráðleggingar sinna flokkssystkina. Til dæmis eins og bæði Bjarna Jónssonar og svo ég tali nú ekki um Lilju Rafney Magnúsdóttur sem að var formaður atvinnuveganefndar og einmitt barðist mjög ötullega og í samstöðu allrar nefndarinnar meira og minna og jafnvel sjávarútvegsráðherra fyrrverandi Kristján Þór Júlíusson. Hann var vinveittari strandveiðum heldur en núverandi sjávarútvegsráðherra, virðist vera.“ Vinnubrögð sjávarútvegsráðherra lýsi vanvirðingu við þá vinnu sem fór í að koma á núverandi fyrirkomulagi. Áformin séu ekki byggð á rökum. „Við vitum það að stórútgerðarsérfræðingarnir þeir hafa nú gjarnan bara viljað nú gjarnan losna við þessar strandveiðar. Mér sýnist þeim ætla að takast það og hvort sem að þetta er ráðgjöf frá þeim eða hvaðan annars staðar þá er hún allaveganna ekki góð fyrir strandveiðarnar og brothættar byggðir í landinu, það er nokkuð ljóst.“
Sjávarútvegur Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28
Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. 7. júlí 2022 16:13
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48
Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12