„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2022 13:48 Lilja Rafney Magnúsdóttir gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur harðlega fyrir fyrirhugaða ákvörðun um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Vísir/Friðrik Þór Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ Lilja Rafney furðar sig á ákvörðun Svandísar í færslu sem hún skrifaði á Facebook í dag. Þar segir hún ráðherra brjóta niður núverandi kerfi sem mikil þverpólitísk vinna hafi verið lögð í, í stað þess „að tryggja nægar aflaheimildir í strandveiðikerfið í 48 daga á öllu landinu.“ Hún segist jafnframt vera hugsi yfir því hvort hún eigi lengur samleið með Vinstri grænum þegar „svo illa ígrundaðar ákvarðanir eru gerðar án samráðs þvert á stefnu VG um að efla strandveiðar!“ Svandís greindi frá því nýlega að hún hygðist leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Hún teldi að núverandi fyrirkomulag hafi mistekist, feli í sér ójafnræði og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem það átti að treysta. „Mikil afturför og vanhugsað“ Blaðamaður hafði samband við Lilju til að spyrja hana nánar út í þessa gagnrýni. Hún sagðst þekkja vel til málanna þar sem hún hafi verið formaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili. Þá hafi verið unnin vinna við kerfisbreytingar á strandveiðikerfinu í ljósi öryggissjónarmiða og til að gæta jafnræðis milli landshluta. Það hafi tekið þrjú ár að koma þessum breytingum í gegn eftir tilraunasumar 2018 og lögfestingu 2019. Endanlegt markmið hafi verið „að tryggja aflaheimildir til þessara 48 daga til þess að klára dæmið.“ Það væri það sem ætti að gera en ekki „að spóla til baka og byrja á byrjunarreit aftur“ Í gamla kerfinu hafi verið mikið ójafnræði og ólympískar veiðar þar sem menn slógust um aflaheimildirnar sem hafi verið settar, „ekki mjög vísindalega, niður á hvert landsvæði“ og því hafi verið mikill mismunur á milli báta þar. „Það sem við upplifðum í atvinnuveganefnd að menn yrðu sáttir hvar sem þeir byggju á landinu ef að þessi 48 dagar væru tryggðir og afli til þess að mæta þeim,“ sagði Lilja „Mér finnst þetta vera mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra að fara þessa leið.“ Verið að afleggja mikla vinnu Hún segir að með ákvörðun ráðherra sé „því miður verið að algjörlega afleggja alla þá vinnu sem fór í þetta.“ Henni finnist það vera ansi hart vegið að félögum ráðherra að taka slíka ákvörðun „án þess að ræða einu sinni um þetta innan flokksins og þess hóps sem hefur komið mest að sjávarútvegsmálum í Vinstri grænum.“ Þá sagði Lilja að sér fyndist eðlilegra að þegar ráðherra Vinstri grænna væri að sinna sjávarútvegsmálum að hún einbeitti sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu en ekki fara að setja enn eina stóru nefndina til margra missera sem, því miður, reynslan hefur sýnt að ekkert hefur komið út úr þegar þeirri vinnu er skilað.“ „Það liggja fyrir ótal gögn og skýrslur um marga hluti sem má gera betur. Sérstaklega má styrkja félagslega hluta kerfisins miklu betur. Það liggja fyrir gögn til þess að vinna áfram í þeim efnum en ekki alltaf að vera að finna upp hjólið.“ Sjávarútvegur Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. 3. júní 2022 13:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Sjá meira
Lilja Rafney furðar sig á ákvörðun Svandísar í færslu sem hún skrifaði á Facebook í dag. Þar segir hún ráðherra brjóta niður núverandi kerfi sem mikil þverpólitísk vinna hafi verið lögð í, í stað þess „að tryggja nægar aflaheimildir í strandveiðikerfið í 48 daga á öllu landinu.“ Hún segist jafnframt vera hugsi yfir því hvort hún eigi lengur samleið með Vinstri grænum þegar „svo illa ígrundaðar ákvarðanir eru gerðar án samráðs þvert á stefnu VG um að efla strandveiðar!“ Svandís greindi frá því nýlega að hún hygðist leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Hún teldi að núverandi fyrirkomulag hafi mistekist, feli í sér ójafnræði og sé farið að vinna gegn þeim byggðum sem það átti að treysta. „Mikil afturför og vanhugsað“ Blaðamaður hafði samband við Lilju til að spyrja hana nánar út í þessa gagnrýni. Hún sagðst þekkja vel til málanna þar sem hún hafi verið formaður atvinnuveganefndar á síðasta kjörtímabili. Þá hafi verið unnin vinna við kerfisbreytingar á strandveiðikerfinu í ljósi öryggissjónarmiða og til að gæta jafnræðis milli landshluta. Það hafi tekið þrjú ár að koma þessum breytingum í gegn eftir tilraunasumar 2018 og lögfestingu 2019. Endanlegt markmið hafi verið „að tryggja aflaheimildir til þessara 48 daga til þess að klára dæmið.“ Það væri það sem ætti að gera en ekki „að spóla til baka og byrja á byrjunarreit aftur“ Í gamla kerfinu hafi verið mikið ójafnræði og ólympískar veiðar þar sem menn slógust um aflaheimildirnar sem hafi verið settar, „ekki mjög vísindalega, niður á hvert landsvæði“ og því hafi verið mikill mismunur á milli báta þar. „Það sem við upplifðum í atvinnuveganefnd að menn yrðu sáttir hvar sem þeir byggju á landinu ef að þessi 48 dagar væru tryggðir og afli til þess að mæta þeim,“ sagði Lilja „Mér finnst þetta vera mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra að fara þessa leið.“ Verið að afleggja mikla vinnu Hún segir að með ákvörðun ráðherra sé „því miður verið að algjörlega afleggja alla þá vinnu sem fór í þetta.“ Henni finnist það vera ansi hart vegið að félögum ráðherra að taka slíka ákvörðun „án þess að ræða einu sinni um þetta innan flokksins og þess hóps sem hefur komið mest að sjávarútvegsmálum í Vinstri grænum.“ Þá sagði Lilja að sér fyndist eðlilegra að þegar ráðherra Vinstri grænna væri að sinna sjávarútvegsmálum að hún einbeitti sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu en ekki fara að setja enn eina stóru nefndina til margra missera sem, því miður, reynslan hefur sýnt að ekkert hefur komið út úr þegar þeirri vinnu er skilað.“ „Það liggja fyrir ótal gögn og skýrslur um marga hluti sem má gera betur. Sérstaklega má styrkja félagslega hluta kerfisins miklu betur. Það liggja fyrir gögn til þess að vinna áfram í þeim efnum en ekki alltaf að vera að finna upp hjólið.“
Sjávarútvegur Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12 Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. 3. júní 2022 13:52 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Sjá meira
Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6. júlí 2022 06:12
Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. 3. júní 2022 13:52