Fótbolti

Myndir frá kastala drottninganna okkar í kvenna­lands­liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir kunnu mjög vel við sig í þessum glæsilegu drottningarstólum.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir kunnu mjög vel við sig í þessum glæsilegu drottningarstólum. Vísir/Vilhelm

Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu kvarta örugglega ekki mikið undan hótelinu sínu á meðan Evrópumótinu stendur. Þær hafa það nefnilega mjög gott á mjög sérstöku sveitahóteli rétt fyrir utan Crewe.

Hótelið er í raun fjögur hundruð ára gamall kastali og þótt að stelpurnar hafi aðsetur í nýjum uppgerðum hluta hans þá er upplifunin mikil að mæta fyrir utan þetta stóra mannvirki.

Íslensku fjölmiðlamennirnir fengu að heimsækja hótelið í dag þar sem boðið var upp á viðtöl við fjóra leikmenn liðsins í kastalagarðinum.

Drottningarnar okkar passa báru gistiaðstöðunni góða sögu og vonandi hefur þetta líka góð áhrif á þær í þeim krefjandi leikjum sem eru fram undan á mótinu.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með vélina á lofti og myndaði EM-kastala stelpnanna okkar. Það má sjá myndasyrpu hans hér fyrir neðan.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Það er kapella á hótelinu.Vísir/Vilhelm
Íslensku fjölmiðlamennirnir fengu að heimsækja kastalan í dag.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Hér sést inn glæislega aðgengi að hóteli íslenska kvennalandsliðsins.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×