Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 08:30 Sepp Blatter og Michel Platini hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu. Shaun Botterill/Getty Images Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. Blatter, sem var forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í 17 ár, var sýknaður af ásökunum um fjársvik og fleiri brot af alríkisglæpadómstólnum í svissnesku borginni Bellinzona. Platini, fyrrum forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA og varaforseti FIFA, var einnig sýknaður. Árið 2019 hóf FIFA málsókn gegn þeim Blatter og Platini þar sem markmið málsóknarinnar er að endurheimta peningana sem Michel Platini fékk „undir borðið“ frá Sepp Blatter í janúar árið 2011. Um var að ræða tvær milljónir svissneska franka sem Platini fékk inn á reikninginn sinn, sem samsvaraði um 250 milljónum íslenskra króna. Báðir voru dæmdir sekir fyrir mútur í þessu máli og misstu háttsetta stöðu sína innan fótboltaheimsins. Báðir höfðu þeir neitað ásökunum og sagt að millifærslan hafi verið greiðsla fyrir ráðgjafavinnu Platinis fyrir FIFA. „Ég er ekki saklaus í mínu lífi, en í þessu máli er ég saklaus,“ sagði Blatter við komu sína í dómshúsið í morgun. Blatter var forseti FIFA í 17 ár áður en hann var rekinn árið 2015. Platini var við stjórnvölin hjá UEFA í átta ár áður en hann yfirgaf stöðu sína sama dag og kollegi sinn. FIFA UEFA Sviss Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01 Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16 Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06 FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Blatter, sem var forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í 17 ár, var sýknaður af ásökunum um fjársvik og fleiri brot af alríkisglæpadómstólnum í svissnesku borginni Bellinzona. Platini, fyrrum forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA og varaforseti FIFA, var einnig sýknaður. Árið 2019 hóf FIFA málsókn gegn þeim Blatter og Platini þar sem markmið málsóknarinnar er að endurheimta peningana sem Michel Platini fékk „undir borðið“ frá Sepp Blatter í janúar árið 2011. Um var að ræða tvær milljónir svissneska franka sem Platini fékk inn á reikninginn sinn, sem samsvaraði um 250 milljónum íslenskra króna. Báðir voru dæmdir sekir fyrir mútur í þessu máli og misstu háttsetta stöðu sína innan fótboltaheimsins. Báðir höfðu þeir neitað ásökunum og sagt að millifærslan hafi verið greiðsla fyrir ráðgjafavinnu Platinis fyrir FIFA. „Ég er ekki saklaus í mínu lífi, en í þessu máli er ég saklaus,“ sagði Blatter við komu sína í dómshúsið í morgun. Blatter var forseti FIFA í 17 ár áður en hann var rekinn árið 2015. Platini var við stjórnvölin hjá UEFA í átta ár áður en hann yfirgaf stöðu sína sama dag og kollegi sinn.
FIFA UEFA Sviss Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01 Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16 Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06 FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Sjá meira
Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01
Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16
Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06
FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn