Innlent

2.500 krónur fermetrinn á besta stað í bænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Nýjar vinnustofur í Hafnarhúsi í miðborg Reykjavíkur, sem listamenn og frumkvöðlar geta leigt undir ýmiss konar starfsemi og sköpun, voru formlega opnaðar í dag. 

Tíu manna hópur úr viðskipta- og listageiranum stendur að verkefninu, Hafnarhaus, sem starfrækt verður á tveimur hæðum hússins næstu árin. Alls er rýmið um þrjú þúsund fermetrar. 

Stefna hópsins er að halda leiguverði í lágmarki en lagt er upp með að fermetrinn kosti 2.500 krónur á mánuði, auk 5.000 króna mánaðarlegs áskriftargjalds. Leiga á um tólf fermetra vinnustofu myndi þannig kosta 35.000 krónur á mánuði. Vinnustofurnar eru mismunandi að stærð en margar þeirra eru þó einmitt um 12 fermetrar.

Haraldur Þorleifsson er einn stofnenda Hafnarhaus.Vísir/vilhelm

„Við erum nýbúin að opna fyrir umsóknirnar, þær opnuðust bara fyrir nokkrum dögum. Þær eru byrjaðar að koma inn og það er ljóst að það er ótrúleg eftirspurn eftir svona plássi sem er bara ótrúlega gaman að sjá,“ segir Haraldur Þorleifsson, einn stofnenda Hafnarhaus.

„Draumurinn okkar er að hérna séum við að búa til fólk framtíðarinnar í sköpun. Þannig að eftir nokkur ár og áratugi munum við hérna sjá fólk sem er búið að vaxa hérna og sem er að fara að gera mjög stóra hluti.“

Auk Haraldar samanstendur tíu manna hópurinn af meðal annars Ragnari Kjartanssyni listamanni, Elísabetu Ronaldsdóttur klippara, Davíð Helgasyni fjárfesti og Magneu Einarsdóttur fatahönnuði. Umsóknir um vinnustofurnar fara fyrir fimm manna nefnd skipaða fulltrúum Reykjavíkurborgar og stjórn Hafnarhaus. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.