Fótbolti

Sveindís sú tíunda verðmætasta í íslenska riðlinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir er tíundi vrðmæasti leikmaðurinn á EM.
Sveindís Jane Jónsdóttir er tíundi vrðmæasti leikmaðurinn á EM. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk

Sveindís Jane Jónsdóttir situr í tíunda sæti listans yfir verðmætustu leikmenn D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu sem nú fer fram. Það var vefmiðillinn Soccerdonna sem tók listan saman.

Soccerdonna fylgist vel með kvennaboltanum og í gær birti miðillinn lista yfir tíu verðmætustu leikmenn Evrópumótsins. Frakkar eiga flesta fulltrúa á lista D-riðils, eða sex talsins.

Þá á íslenska liðið einn fulltrúa á listanum, en það er hún Sveindís Jane Jónsdóttir, leikamður Wolfsburg í Þýskalandi. Sveindís er metin á 150 þúsund evrur sem samsvarar tæplega 21 milljón króna.

Efst á listanum er franska knattspyrnukonan Marie-Antoinette Oda Katoto, leikmaður PSG, en hún er metin á 375 þúsund evrur. Liðsfélagi hennar, Kadidiatou Diani, situr í öðru sæti og Wendie Renard, leikmaður Lyon situr í þriðja sæti.

Þá má einnig benda á að Sveindís er yngst á listanum og ef fram heldur sem horfir á markaðsvirði hennar bara eftir að hækka á komandi árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.