Elkem þarf ekki að greiða skatt af rúmum milljarði króna Árni Sæberg skrifar 6. júlí 2022 16:56 Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga. Vísir/Vilhelm Elkem Ísland ehf., sem rekur kísilver á Grundartanga, lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í dag þegar úrskurður ríkisskattstjóra var felldur úr gildi. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við. Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á ákvæði tekjuskattslaga um skattasniðgöngu og að vaxtagreiðslur Elkem Ísland af láni frá erlendu móðurfélagi teldust ekki frádráttarbærar. Málið á rætur sínar að rekja til skuldabréfs sem félagið gaf út til móðurfélagsins árið 2012 í tengslum við svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjárfestingarleiðin var liður í aðgerðum Seðlabankans til að afla erlends gjaldeyris í kjölfar efnahagshrunsins. Ríkisskattsjóri taldi að með því að færa vaxtagreiðslur af skuldabréfinu til frádráttar í skattskilum hefði Elkem verið að sniðganga skattskyldu sína. Þannig fór skatturinn fram á skýringar á því hvernig farið hefði verið með vaxtagjöld í skattskilum og hvort lánið hefði verið tekið til að afla Elkem tekna, tryggja þær eða halda þeim við, en það er forsenda þess að vaxtagjöld séu frádráttarbær. Lækkaði frádrátt um rúmlega milljarð Að skýringum fengnum tilkynnti ríkisskattstjóri Elkem að fyrirhugað væri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum félagsins. Það hefði ekki hagað sér með sambærilegum hætti og gerst hefði í viðskiptum ótengdra aðila og ekki þurft á umræddri lántöku að halda. Umrædd lántaka væri verulega frábrugðin því sem almennt hefði gerst í viðskiptum ótengdra aðila. Félagið mótmælti álagningunni meðal annars með vísan til þess að grundvöllur boðaðrar álagningar væri hvorki í samræmi við staðreyndir málsins né lagalegan raunveruleika og að ekki væri hægt að hafna frádráttarbærni vaxta með vísan til þess að gjaldandi væri of vel fjármagnaður með eigin fé. Með úrskurði árið 2020 ákvað ríkisskattstjóri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem fyrir gjaldárin 2015 til 2019 um alls 810 milljónir króna og bæta við 25 prósent álagi. Fjárhæðin var því rétt rúmlega einn milljarður króna í heildina. Elkem stefndi íslenska ríkinu og vísaði til þess að ríkisskattstjóri hafi hvorki uppfyllt rannsóknarskyldu né gætt meðalhófs við meðferð málsins, og að úrskurðurinn hafi ekki verið í samræmi við lög. Sniðganga ekki sönnuð Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ágreiningur málsaðila hafi lúti að því að einhver málsatvik hafi verið óljós eða óupplýst. Ríkisskattstjóri hafi kallað eftir og fengið öll nauðsynleg gögn frá Elkem. Með vísan til þess, og fleira, hafnaði héraðsdómur því að Ríkisskattstjóri hefði brotið gegn rannsóknarreglu og meðalhófsreglu við meðferð málsins. Þá sagði í niðurstöðum að í tilviki Elkem hafi umrætt lán verið þáttur af fjármagnsskipan stefnanda og rekstrarfjármunirnir á því ári sem skuldabréfið var gefið út meðal annars nýttir til fjárfestinga og niðurgreiðslna á skuldum. Með vísan til þeirrar meginreglur að félög hafi gott svigrúm til þess að ákveða hvernig fjármagnsskipan þeirra skuli háttað og það sé jafnframt íslenska ríkið sem beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði ákvæðis skattalaga um sniðgöngu séu fyrir hendi, var fallist á kröfu Elkem um að ákvörðun ríkisskattstjóra yrði felld úr gildi. Þá var íslenska ríkið dæmt til að greiða málskostnað Elkem, fjórar milljónir króna að tilliti teknu til virðisaukaskatts. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ákvörðun ríkisskattstjóra byggði á ákvæði tekjuskattslaga um skattasniðgöngu og að vaxtagreiðslur Elkem Ísland af láni frá erlendu móðurfélagi teldust ekki frádráttarbærar. Málið á rætur sínar að rekja til skuldabréfs sem félagið gaf út til móðurfélagsins árið 2012 í tengslum við svokallaða fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjárfestingarleiðin var liður í aðgerðum Seðlabankans til að afla erlends gjaldeyris í kjölfar efnahagshrunsins. Ríkisskattsjóri taldi að með því að færa vaxtagreiðslur af skuldabréfinu til frádráttar í skattskilum hefði Elkem verið að sniðganga skattskyldu sína. Þannig fór skatturinn fram á skýringar á því hvernig farið hefði verið með vaxtagjöld í skattskilum og hvort lánið hefði verið tekið til að afla Elkem tekna, tryggja þær eða halda þeim við, en það er forsenda þess að vaxtagjöld séu frádráttarbær. Lækkaði frádrátt um rúmlega milljarð Að skýringum fengnum tilkynnti ríkisskattstjóri Elkem að fyrirhugað væri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum félagsins. Það hefði ekki hagað sér með sambærilegum hætti og gerst hefði í viðskiptum ótengdra aðila og ekki þurft á umræddri lántöku að halda. Umrædd lántaka væri verulega frábrugðin því sem almennt hefði gerst í viðskiptum ótengdra aðila. Félagið mótmælti álagningunni meðal annars með vísan til þess að grundvöllur boðaðrar álagningar væri hvorki í samræmi við staðreyndir málsins né lagalegan raunveruleika og að ekki væri hægt að hafna frádráttarbærni vaxta með vísan til þess að gjaldandi væri of vel fjármagnaður með eigin fé. Með úrskurði árið 2020 ákvað ríkisskattstjóri að lækka fjárhæð gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem fyrir gjaldárin 2015 til 2019 um alls 810 milljónir króna og bæta við 25 prósent álagi. Fjárhæðin var því rétt rúmlega einn milljarður króna í heildina. Elkem stefndi íslenska ríkinu og vísaði til þess að ríkisskattstjóri hafi hvorki uppfyllt rannsóknarskyldu né gætt meðalhófs við meðferð málsins, og að úrskurðurinn hafi ekki verið í samræmi við lög. Sniðganga ekki sönnuð Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ágreiningur málsaðila hafi lúti að því að einhver málsatvik hafi verið óljós eða óupplýst. Ríkisskattstjóri hafi kallað eftir og fengið öll nauðsynleg gögn frá Elkem. Með vísan til þess, og fleira, hafnaði héraðsdómur því að Ríkisskattstjóri hefði brotið gegn rannsóknarreglu og meðalhófsreglu við meðferð málsins. Þá sagði í niðurstöðum að í tilviki Elkem hafi umrætt lán verið þáttur af fjármagnsskipan stefnanda og rekstrarfjármunirnir á því ári sem skuldabréfið var gefið út meðal annars nýttir til fjárfestinga og niðurgreiðslna á skuldum. Með vísan til þeirrar meginreglur að félög hafi gott svigrúm til þess að ákveða hvernig fjármagnsskipan þeirra skuli háttað og það sé jafnframt íslenska ríkið sem beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði ákvæðis skattalaga um sniðgöngu séu fyrir hendi, var fallist á kröfu Elkem um að ákvörðun ríkisskattstjóra yrði felld úr gildi. Þá var íslenska ríkið dæmt til að greiða málskostnað Elkem, fjórar milljónir króna að tilliti teknu til virðisaukaskatts. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira