Til skoðunar hvort auglýsing Áslaugar sé lögmæt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2022 19:31 Menningarráðherra skoðar nú hvort starfsauglýsing annars ráðuneytis þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu stangist á við lög. Forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins og gagnrýnir þá þróun að innlend fyrirtæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli. Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín. Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira