Báðir forsjáraðilar fá nú sjálfkrafa aðgang að Heilsuveru barna sinna Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 11:17 Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Vísir/Vésteinn Báðir forsjáraðilar barna sem búa á tveimur heimilum tengjast nú sjálfkrafa Heilsuveru barna sinna. Hingað til hefur aðgangurinn verið bundinn við lögheimili barnsins þó að forsjárforeldri, sem er ekki með lögheimili barnsins skráð hjá sér, hafi til þessa getað sótt sérstaklega um aðgang. Breytingin hjá Heilsuveru tók gildi um nýliðin mánaðamót og kemur eftir að Þjóðskrá hóf að miðla upplýsingum um forsjá á rafrænan hátt. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð rafrænna lausna hjá Embætti landlæknis, segir í samtali við Vísi að breytingin hafi falið í sér að hætt sé að notast við svokölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila. Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Breytingin hefur þó einnig það í för með sér að stjúpforeldrar á lögheimili barna missa aðgang að Heilsuveru barnanna. Sitja við sama borð Guðrún Auður segir að hægt hafi verið að ráðast í breytinguna í kjölfar lagabreytinga sem heimiluðu Þjóðskrá að miðla þessum upplýsingum rafrænt. Heilsuvera hafi svo tengst þessari rafrænni miðlun sem skili sér nú í breytingunni. „Nú þekkir Heilsuvera því forsjárforeldra, ekki bara foreldra út frá lögheimili. Báðir forsjárforeldrar sitja því við sama borð. Aðgangurinn er að sextán ára aldri barna, en lög gera ráð fyrir að miðað sé við þann aldur vegna réttinda barna að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu án vitundar foreldra.“ Mikill fjöldi umsókna í faraldrinum Í faraldri kórónuveirunnar jókst notkun Heilsuveru mjög mikið þar sem verið var að bóka sýkatökur og fleira í gegnum vefinn. Þar sem aðgangur foreldra að Heilsuveru barna hafi verið bundinn við lögheimilisforeldra hafi umsóknir forsjárforeldra, sem eru ekki með lögheimili barns skráð hjá sér, um aðgang að Heilsuveru barna sinna stóraukist. „Það var non-stop. Það voru fleiri, fleiri beiðnir daglega. Og þetta var auðvitað allt handvirkt, svo það var mikil vinna,“ segir Guðrún Auður. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Breytingin hjá Heilsuveru tók gildi um nýliðin mánaðamót og kemur eftir að Þjóðskrá hóf að miðla upplýsingum um forsjá á rafrænan hátt. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð rafrænna lausna hjá Embætti landlæknis, segir í samtali við Vísi að breytingin hafi falið í sér að hætt sé að notast við svokölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila. Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Breytingin hefur þó einnig það í för með sér að stjúpforeldrar á lögheimili barna missa aðgang að Heilsuveru barnanna. Sitja við sama borð Guðrún Auður segir að hægt hafi verið að ráðast í breytinguna í kjölfar lagabreytinga sem heimiluðu Þjóðskrá að miðla þessum upplýsingum rafrænt. Heilsuvera hafi svo tengst þessari rafrænni miðlun sem skili sér nú í breytingunni. „Nú þekkir Heilsuvera því forsjárforeldra, ekki bara foreldra út frá lögheimili. Báðir forsjárforeldrar sitja því við sama borð. Aðgangurinn er að sextán ára aldri barna, en lög gera ráð fyrir að miðað sé við þann aldur vegna réttinda barna að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu án vitundar foreldra.“ Mikill fjöldi umsókna í faraldrinum Í faraldri kórónuveirunnar jókst notkun Heilsuveru mjög mikið þar sem verið var að bóka sýkatökur og fleira í gegnum vefinn. Þar sem aðgangur foreldra að Heilsuveru barna hafi verið bundinn við lögheimilisforeldra hafi umsóknir forsjárforeldra, sem eru ekki með lögheimili barns skráð hjá sér, um aðgang að Heilsuveru barna sinna stóraukist. „Það var non-stop. Það voru fleiri, fleiri beiðnir daglega. Og þetta var auðvitað allt handvirkt, svo það var mikil vinna,“ segir Guðrún Auður.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira