Eigendur Man City eignast ellefta fótboltafélagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 17:00 Nýir eigendur fögnuðu með gamla eigandanum á Stadio Renzo Barbera leikvanginum í Palermo. Instagram/@palermofficial City Football Group frá Abú Dabí, sem á meðal annars Englandsmeistaralið Manchester City, heldur áfram að safna að sér fótboltafélögum út um allan heim. Nú síðast er fjárfestingahópurinn að eignast meirihluta í ítalska knattspyrnuliðinu Palermo frá Sikiley. Palermo er eins og er í ítölsku b-deildinni en þetta er fornfrægt félag og það sjötta elsta á Ítalíu. Eigandaskiptin voru staðfest á blaðamannafundi í Palermo í dag þar sem mættir voru Ferran Soriano frá Manchester City og Dario Mirri, fyrrum aðaleigandi Palmero. Mirri heldur tuttugu prósent eigandahlut í félaginu og verður áfram forseti. Clubs associated with City Football Group: Manchester City New York City FC Melbourne City Yokohama Marinos Montevideo City Torque Girona FC Sichuan Jiuniu Mumbai City Lommel Troyes Bolivar Palermo@jdominguezfd— RouteOneFootball (@Route1futbol) July 4, 2022 „Markmið okkar á næstu árum er að koma félaginu upp í Seríu A. Það er metnaðarfullt en þetta félag þarf að vera í Seríu A og það er ekki auðvelt að komast þangað. Við þurfum að leggja mikið á okkur en félagið er nú komið inn í okkar fjölskyldu,“ sagði Ferran Soriano, æðsti maður í framkvæmdastjórn Manchester City. Palermo er sögufrægt félag og hefur sterka og skýra ímynd. Við munum vinna saman með Dario Mirri og halda áfram hans frábæra starfi með það markmið að stækka félagið. Við erum mjög ánægður að City Football Group sé nú komið inn á ítalska fótboltamarkaðinn. Það eru ekki allir sáttir eins og þessi stuðningsmaður Palermo sem er talað um hér fyrir neðan. This is the story of a Palermo fan disillusioned with new owners City Football Group, who add the Rosanero to their growing portfolio... @krisvoakes#siamoAquile | #SerieB— The Sportsman (@TheSportsman) July 4, 2022 CFG á nú ellefu félög því auk Palermo og Manchester City þá á hópurinn einnig New York City FC frá Bandaríkjunum, Melbourne City frá Ástralíu, Yokohama F. Marinos frá Japan, Montevideo City Torque frá Úrúgvæ, Girona á Spáni, Sichuan Jiuniu frá Kína, Mumbai City frá Indlandi, Lommel SK frá Belgíu og Troyes í Frakklandi. Sikileyjarfélagið fór í gjaldþrot árið 2019 og datt þá alla leið niður í D-deildina. Liðið hefur nú komið sé upp um tvær deildir á síðustu árum og komst upp í b-deildina með sigri í umspilsleik í vor. View this post on Instagram A post shared by Palermo F.C. Official (@palermofficial) Sameinuðu arabísku furstadæmin Ítalski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Nú síðast er fjárfestingahópurinn að eignast meirihluta í ítalska knattspyrnuliðinu Palermo frá Sikiley. Palermo er eins og er í ítölsku b-deildinni en þetta er fornfrægt félag og það sjötta elsta á Ítalíu. Eigandaskiptin voru staðfest á blaðamannafundi í Palermo í dag þar sem mættir voru Ferran Soriano frá Manchester City og Dario Mirri, fyrrum aðaleigandi Palmero. Mirri heldur tuttugu prósent eigandahlut í félaginu og verður áfram forseti. Clubs associated with City Football Group: Manchester City New York City FC Melbourne City Yokohama Marinos Montevideo City Torque Girona FC Sichuan Jiuniu Mumbai City Lommel Troyes Bolivar Palermo@jdominguezfd— RouteOneFootball (@Route1futbol) July 4, 2022 „Markmið okkar á næstu árum er að koma félaginu upp í Seríu A. Það er metnaðarfullt en þetta félag þarf að vera í Seríu A og það er ekki auðvelt að komast þangað. Við þurfum að leggja mikið á okkur en félagið er nú komið inn í okkar fjölskyldu,“ sagði Ferran Soriano, æðsti maður í framkvæmdastjórn Manchester City. Palermo er sögufrægt félag og hefur sterka og skýra ímynd. Við munum vinna saman með Dario Mirri og halda áfram hans frábæra starfi með það markmið að stækka félagið. Við erum mjög ánægður að City Football Group sé nú komið inn á ítalska fótboltamarkaðinn. Það eru ekki allir sáttir eins og þessi stuðningsmaður Palermo sem er talað um hér fyrir neðan. This is the story of a Palermo fan disillusioned with new owners City Football Group, who add the Rosanero to their growing portfolio... @krisvoakes#siamoAquile | #SerieB— The Sportsman (@TheSportsman) July 4, 2022 CFG á nú ellefu félög því auk Palermo og Manchester City þá á hópurinn einnig New York City FC frá Bandaríkjunum, Melbourne City frá Ástralíu, Yokohama F. Marinos frá Japan, Montevideo City Torque frá Úrúgvæ, Girona á Spáni, Sichuan Jiuniu frá Kína, Mumbai City frá Indlandi, Lommel SK frá Belgíu og Troyes í Frakklandi. Sikileyjarfélagið fór í gjaldþrot árið 2019 og datt þá alla leið niður í D-deildina. Liðið hefur nú komið sé upp um tvær deildir á síðustu árum og komst upp í b-deildina með sigri í umspilsleik í vor. View this post on Instagram A post shared by Palermo F.C. Official (@palermofficial)
Sameinuðu arabísku furstadæmin Ítalski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira