Fótbolti

Willum Þór sneri aftur er topp­liðin gerðu jafn­tefli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Willum Þór í leik með BATE.
Willum Þór í leik með BATE. BATE

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE Borisov er liðið gerði 1-1 jafntefli við Ebergetik-BGU í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Um er að ræða tvö efstu lið deildarinnar.

Willum Þór hafði verið frá vegna meiðsla og ekkert spilað að undanförnu en byrjaði á miðri miðjunni í dag. Innkoma hans hafði góð áhrif en BATE komst yfir strax á 2. mínútu leiksins.

Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en gestirnir jöfnuðu á 73. mínútu og þar við sat, lokatölur 1-1. Willum Þór, sem er á leið frá BATE er samningur hans við félagið rennur út um áramótin, var tekin af velli þegar tíu mínútur lifðu leiks.

BATE heldur toppsætinu, nú með 28 stig eftir 13 umferðir á meðan Energetik-BGU er í 2. sæti með 27 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.