Mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2022 15:52 Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson kalla eftir því að íslensk yfirvöld hætti að brjóta á fólki með geðrænar áskoranir. Samsett Sveinn Rúnar Hauksson og Héðinn Unnsteinsson segja að brotið sé á mannréttindum sjúklinga á geðdeildum landsins „nær daglega.“ Í pistli sem þeir skrifa benda þeir á að það séu ekki fullnægjandi heimildir í lögum fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins séu beittir. Í pistlinum sem birtist á Vísi í dag stendur að samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 15. júní síðastliðnum séu ekki til fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Þetta sé þriðja álit umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram komi að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Þeir segja Geðhjálp ítrekað hafa bent á þessi lagabrot og að brotið sé á mannréttindum fólks inni á stofnunum landsins nær daglega. Þá benda þeir á að í áliti umboðsmanns standi að slíkur skortur á lagalegri umgjörð kunni að skapa hættu á að vistun á öryggisgangi verði lengri en efni standa til auk þess sem „líkur á misbeitingu úrræðisins verða óhjákvæmilega meiri en ella.“ Þetta sé sorgleg staða í samfélagi sem vilji láta kalla sig norrænt velferðarsamfélag. Hafa talað fyrir umbótum í áratugi Í pistlinum stendur að í áratugi hafi landssamtökin Geðhjálp talað fyrir umbótum á lögræðislögunum sem heimila þvingun og nauðung á fólki með geðsjúkdóma. „Öll þvingun, nauðung og frelsissvipting í garð notenda geðheilbrigðiskerfisins sækir lögmæti sitt til lögræðislaganna. Þessum þvingunar- og nauðungarákvæðum hafa samtökin viljað breyta um langt skeið á þeim grundvallarforsendum að nauðung og meðferð fari aldrei saman,“ stendur í pistlinum. Lögunum hafi verið breytt 2015 eftir „mikið og breitt samráð“ en breytingin hafi ekki verið næg að mati samtakanna. Þeir segja því að það sé nauðsynlegt að efna til víðtæks samráðs og samtals við alla haghafa fyrst nú standi til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sú lögfesting hafi miklar breytingar í för með sér sem sé nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að samhæfa miðlægt og þvert yfir stjórnvöld. „Í því sambandi skal sérstaklega áréttað að óskert löghæfi, sjálfsákvörðunarréttur og frelsi einstaklinga og vernd gegn ofbeldi og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eru grundvallarþættir í samningnum.“ Þvingandi aðgerðir gegn notendum þjónustu geðsviðs Í pistlinum rifja þeir upp að „undanfarin misseri og lengra aftur hafa borist fréttir af málum sem tengjast þvingandi aðgerðum gagnvart notendum þjónustu geðsviðs Landspítalans og annarra stofnana og staða þar sem fullorðið fólk er vistað og hefur verið vistað síðastliðin ár og áratugi.“ Meðal þeirra aðgerða séu „lyfjaþvinganir, innilokun á herbergi, útivistarbann, símabann, skömmtun á mat og kaffi og jafnvel líkamlegt og andlegt ofbeldi.“ Þeir segja hluta þessara aðgerða tilkominn vegna mönnunarvanda og óhentugs húsnæðis, hluta vegna kerfisvanda og gamaldags hugmyndafræði en þær virðist þó allar vera til staðar vegna þess að „lögin veiti til þess heimild sem hefur verið nýtt og jafnvel á stundum útvíkkuð.“ Þá hafi eftirlit með þessum stofnunum ekki verið nægjanlegt eins og skýrslur umboðsmanns gefi til kynna. Mörg dæmi eru um að valdi sé beitt, án þess að um lífshættu hafi verið að ræða. Ferlar þeirra meðferða sem boðið er upp á taki heldur ekki alltaf tillit til þarfa notenda heldur virðist frekar byggja á þörfum starfsmanna. Fólki hafi þannig verið sprautað niður með valdbeitingu til að koma viðkomandi sem fyrst í ró og til að koma í veg fyrir óróa á deildum stofnanna. „Dæmi eru þess að valdbeiting gangi svo langt, að hún hafi dauða sjúklings í för með sér.“ Koma þurfi í veg fyrir hvers konar þvinganir Þeir segja í pistlinum að á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans dvelji fólk svo mánuðum og jafnvel árum skiptir og því verði að vera hægt að treysta því að starfsemi sem fari þar fram standist lög og ákvæði stjórnarskrárinnar. Þeir segja Landssamtökin Geðhjálp ítreka mikilvægi þess að tryggja mannréttindi einstaklinga sem búa við geðrænar áskoranir og að koma þurfi í veg fyrir hvers konar þvinganir og nauðung. „Geðhjálp lagði haustið 2020 til lista með níu aðgerðum til þess að setja geðheilsu í forgang. Yfir 30 þúsund skrifuðu undir þennan lista. Ein þessara aðgerða var að útiloka nauðung og þvingun við meðferð,“ segir í pistlinum. Neðst í pistlinum birta þeir svo brot úr listanum: „Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er hvers kyns nauðung og þvingum óheimil. Ísland hefur enn ekki lögfest þennan samning. Ítrekað hefur verið bent að nauðung og þvingun í meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist ekki lög. Þetta hefur OPCAT eftirlit staðfest en því sinna óháðir aðilar og heimsækja þeir staði sem hýsa einstaklinga sem eru sviptir frelsi sínu. Samhliða núverandi endurskoðun lögræðislaga leggur Geðhjálp til að Ísland verði gert að þvingunarlausu landi sem tilraunarverkefni til þriggja ára.“ Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Mannréttindi Tengdar fréttir Hættum að brjóta lög á fólki með geðrænar áskoranir Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Er þetta þriðja álit/skýrsla umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram kemur að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Á þetta hefur Geðhjálp ítrekað bent á og þá staðreynd að brotið sé á mannréttindum inni á stofnunum landsins nær daglega. 3. júlí 2022 13:01 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Í pistlinum sem birtist á Vísi í dag stendur að samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis frá 15. júní síðastliðnum séu ekki til fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Þetta sé þriðja álit umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram komi að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Þeir segja Geðhjálp ítrekað hafa bent á þessi lagabrot og að brotið sé á mannréttindum fólks inni á stofnunum landsins nær daglega. Þá benda þeir á að í áliti umboðsmanns standi að slíkur skortur á lagalegri umgjörð kunni að skapa hættu á að vistun á öryggisgangi verði lengri en efni standa til auk þess sem „líkur á misbeitingu úrræðisins verða óhjákvæmilega meiri en ella.“ Þetta sé sorgleg staða í samfélagi sem vilji láta kalla sig norrænt velferðarsamfélag. Hafa talað fyrir umbótum í áratugi Í pistlinum stendur að í áratugi hafi landssamtökin Geðhjálp talað fyrir umbótum á lögræðislögunum sem heimila þvingun og nauðung á fólki með geðsjúkdóma. „Öll þvingun, nauðung og frelsissvipting í garð notenda geðheilbrigðiskerfisins sækir lögmæti sitt til lögræðislaganna. Þessum þvingunar- og nauðungarákvæðum hafa samtökin viljað breyta um langt skeið á þeim grundvallarforsendum að nauðung og meðferð fari aldrei saman,“ stendur í pistlinum. Lögunum hafi verið breytt 2015 eftir „mikið og breitt samráð“ en breytingin hafi ekki verið næg að mati samtakanna. Þeir segja því að það sé nauðsynlegt að efna til víðtæks samráðs og samtals við alla haghafa fyrst nú standi til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Sú lögfesting hafi miklar breytingar í för með sér sem sé nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að samhæfa miðlægt og þvert yfir stjórnvöld. „Í því sambandi skal sérstaklega áréttað að óskert löghæfi, sjálfsákvörðunarréttur og frelsi einstaklinga og vernd gegn ofbeldi og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eru grundvallarþættir í samningnum.“ Þvingandi aðgerðir gegn notendum þjónustu geðsviðs Í pistlinum rifja þeir upp að „undanfarin misseri og lengra aftur hafa borist fréttir af málum sem tengjast þvingandi aðgerðum gagnvart notendum þjónustu geðsviðs Landspítalans og annarra stofnana og staða þar sem fullorðið fólk er vistað og hefur verið vistað síðastliðin ár og áratugi.“ Meðal þeirra aðgerða séu „lyfjaþvinganir, innilokun á herbergi, útivistarbann, símabann, skömmtun á mat og kaffi og jafnvel líkamlegt og andlegt ofbeldi.“ Þeir segja hluta þessara aðgerða tilkominn vegna mönnunarvanda og óhentugs húsnæðis, hluta vegna kerfisvanda og gamaldags hugmyndafræði en þær virðist þó allar vera til staðar vegna þess að „lögin veiti til þess heimild sem hefur verið nýtt og jafnvel á stundum útvíkkuð.“ Þá hafi eftirlit með þessum stofnunum ekki verið nægjanlegt eins og skýrslur umboðsmanns gefi til kynna. Mörg dæmi eru um að valdi sé beitt, án þess að um lífshættu hafi verið að ræða. Ferlar þeirra meðferða sem boðið er upp á taki heldur ekki alltaf tillit til þarfa notenda heldur virðist frekar byggja á þörfum starfsmanna. Fólki hafi þannig verið sprautað niður með valdbeitingu til að koma viðkomandi sem fyrst í ró og til að koma í veg fyrir óróa á deildum stofnanna. „Dæmi eru þess að valdbeiting gangi svo langt, að hún hafi dauða sjúklings í för með sér.“ Koma þurfi í veg fyrir hvers konar þvinganir Þeir segja í pistlinum að á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans dvelji fólk svo mánuðum og jafnvel árum skiptir og því verði að vera hægt að treysta því að starfsemi sem fari þar fram standist lög og ákvæði stjórnarskrárinnar. Þeir segja Landssamtökin Geðhjálp ítreka mikilvægi þess að tryggja mannréttindi einstaklinga sem búa við geðrænar áskoranir og að koma þurfi í veg fyrir hvers konar þvinganir og nauðung. „Geðhjálp lagði haustið 2020 til lista með níu aðgerðum til þess að setja geðheilsu í forgang. Yfir 30 þúsund skrifuðu undir þennan lista. Ein þessara aðgerða var að útiloka nauðung og þvingun við meðferð,“ segir í pistlinum. Neðst í pistlinum birta þeir svo brot úr listanum: „Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er hvers kyns nauðung og þvingum óheimil. Ísland hefur enn ekki lögfest þennan samning. Ítrekað hefur verið bent að nauðung og þvingun í meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist ekki lög. Þetta hefur OPCAT eftirlit staðfest en því sinna óháðir aðilar og heimsækja þeir staði sem hýsa einstaklinga sem eru sviptir frelsi sínu. Samhliða núverandi endurskoðun lögræðislaga leggur Geðhjálp til að Ísland verði gert að þvingunarlausu landi sem tilraunarverkefni til þriggja ára.“
Geðheilbrigði Landspítalinn Heilbrigðismál Mannréttindi Tengdar fréttir Hættum að brjóta lög á fólki með geðrænar áskoranir Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Er þetta þriðja álit/skýrsla umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram kemur að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Á þetta hefur Geðhjálp ítrekað bent á og þá staðreynd að brotið sé á mannréttindum inni á stofnunum landsins nær daglega. 3. júlí 2022 13:01 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Hættum að brjóta lög á fólki með geðrænar áskoranir Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Er þetta þriðja álit/skýrsla umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram kemur að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Á þetta hefur Geðhjálp ítrekað bent á og þá staðreynd að brotið sé á mannréttindum inni á stofnunum landsins nær daglega. 3. júlí 2022 13:01