Erlent

Lést eftir tvo daga í haldi Rússa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Dmitry Kolker var á spítala í borginni Novosibirsk í Síberíu er hann var handtekinn.
Dmitry Kolker var á spítala í borginni Novosibirsk í Síberíu er hann var handtekinn. Getty/Sergey Morkovin

Dmitry Kolker, rússneskur eðlisfræðingur og stærðfræðingur, lést í gær en hann hafði verið handtekinn af rússnesku alríkislögreglunni einungis tveimur dögum áður. Handtakan hefur verið mikið gagnrýnd en hann lá þungt haldinn inni á spítala er lögreglan sótti hann.

Í síðustu viku greindi fjölskylda Kolker frá handtöku hans en hann dvaldi á spítala í borginni Novosibirsk í Síberíu þegar lögreglan kom og sótti hann. Honum var komið í næsta flug til Moskvu þar sem hann var settur í Lefortovo-fangelsið.

„Hann lést í gær. Á morgun sendum við kvörtun vegna varðhaldsins,“ hefur fréttaveita Reuters eftir Alexander Fadulov, lögmanni Kolker.

Rússneska alríkislögreglan hefur handtekið fjölda vísindamanna síðustu ár grunaðir um að selja viðkvæmar upplýsingar til annarra þjóða. Hámarksrefsing fyrir slíkt landráð er tuttugu ára fangelsisvist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.