Fótbolti

Fimm mörk og tvö rauð er Alex og félagar töpuðu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hörkutólið Alex Þór Hauksson lék tæpar 70 mínútur í dag.
Hörkutólið Alex Þór Hauksson lék tæpar 70 mínútur í dag. Vísir/Daníel

Alex Þór Hauksson og félagar hans í sænska liðinu Öster máttu þola 2-3 tap er liðið tók á móti Skovde í sænsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Alex var í byrjunarliði Öster og heimamenn tóku forystuna eftir rúmlega hálftíma leik. Gestirnir í Skovde fóru þó með 1-2 forystu inn í hálfleikinn eftir að liðið skoraði tvö mörk með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiksins.

Alex og félgara jöfnuðu metin eftir klukkutíma leik áður en Alex var tekinn af velli á 67. mínútu. Gestirnir tóku þá forystuna á ný með marki þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

Hiti 'var í mönnum undir loka leiks og tvö rauð spjöld fóru á loft á lokamínútunum, eitt á hvort lið. Það hafði þó ekki áhrif á niðurstöðu leiksins og niðurstaðan því 2-3 sigur Skovde.

Skovde og Öster sitja nú í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tólf umferðum er lokið. Skovde hefur 21 stig í fjórða sæti og Öster 20 í því fimmta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.