Innlent

Bruni í Grafarholti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eldurinn logar utandyra við hitaveitutankana í Grafarholti.
Eldurinn logar utandyra við hitaveitutankana í Grafarholti. Vísir/Sindri

Eldur logaði við hitaveitutankana í Grafarholti fyrr í kvöld. Mikill reykur lagðist yfir hverfið og sást reykmökkurinn víðsvegar um borgina. Búið er að slökkva eldinn að mestu leiti.

„Það logaði í einhverjum tækjabúnaði sem var verið að nota til að laga tankana efst í Maríubaug,“ segir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Mikill viðbúnaður var við tankana en allt tiltækt teymi slökkviliðsins var kallað til þar sem reykurinn var svo mikill.

Búið er að slökkva eldinn að mestu leiti en slökkviliðið verður áfram með viðveru á svæðinu og skoðar málið betur.

Slökkviliðið lokaði götunni að tönkunum á meðan verið var að slökkva eldinn en íbúar söfnuðust margir saman við tankana þegar þeir sáu reykinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Það voru þónokkrir slökkviliðs-, lögreglu- og sjúkrabílar sem mættu á staðinn.Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×