Steingerði Steinarsdóttur hefur verið sagt upp störfum sem ritstjóra Vikunnar. Skipulagsbreytingar eru væntanlegar hjá Birtíngi, útgáfufélagi tímaritsins.
Steingerður hefur verið ritstjóri Vikunnar í tæp tíu ár en í samtali við RÚV segir hún að uppsögnin hafi komið henni á óvart. Henni var tjáð að nú væru skipulagsbreytingar framundan hjá Birtíngi þar sem á að einbeita sér meira að vefnum.
Steingerður byrjaði í blaðamennsku árið 1989 á Þjóðviljanum. Hún var síðan lausapenni fyrir Vikuna árin 1994 til 1998 og var þá boðið fullt starf. Hún starfaði þar til ársins 2006 en tók þá að sér ritstjórn tímaritsins Hann/hún. Þá tók hún við sem ritstjóri Vikunnar árið 2013.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira