Áslaug Arna segir gagnrýni málfræðings „dæmigert kerfissvar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 15:59 Ríkisráðsfundur á Bessastöðum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni á starfsauglýsingu ráðuneytis síns þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði. Íslenskuprófessor telur auglýsinguna brjóta í bága við lög. Ráðherra segir á Facebook að hún ætli að kanna betur hvort auglýsingin brjóti í bága við lög en hún sé „eðlilegt skref í takt við tímann“ Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið birti starfsauglýsingu fyrir starf talnaspekings á vef sínum síðasta mánudag þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði fyrir starfinu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýndi auglýsinguna í gær og sagðist efast um að hún stæðist lög um íslenska tungu og táknmál. Kallar gagnrýni „dæmigert kerfissvar“ Áslaug Arna hefur nú svarað Eiríki og segir gagnrýni hans dæmi um „dæmigert kerfissvar“ sem snúi ekki að því hvernig eigi að stjórna eða hafa lög og reglur heldur sé dæmi um íhaldssemi. Ennfremur segir hún í færslunni að hún telji „óþarfa að útiloka þá sem ekki tala fullkomna íslensku frá störfum sem þessum þar sem unnið er með tölur en ekki tungumálið.“ Hér á landi séu yfir 50.000 erlendir ríkisborgarar og það hljóti að vera óhætt og eðlilegt skref að þau hafi aðgang að störfum hjá hinu opinbera þar sem hægt er að koma því við. Hún segist vissulega ætla að kanna betur hvort auglýsingin standist ekki lög. Reynist það svo að auglýsingin standist ekki lög telur hún að „krafan um íslensku sé tekin lengra en nauðsynlegt er með hliðsjón af meðalhófi og jafnræði.“ Að lokum segir hún að samkeppnishæfni Íslands sem þjóðar skipti öllu máli og að þjóðin virki allan mannauð samfélagsins og hreyfist í takt við tímann. „Þær áskoranir eiga alveg samleið með að varðveita fallega tungumálið okkar, íslenskuna.“ Íslenska á tækniöld Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. 30. júní 2022 21:00 Efast um að ný starfsauglýsing Áslaugar Örnu samræmist lögum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 30. júní 2022 14:40 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið birti starfsauglýsingu fyrir starf talnaspekings á vef sínum síðasta mánudag þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði fyrir starfinu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýndi auglýsinguna í gær og sagðist efast um að hún stæðist lög um íslenska tungu og táknmál. Kallar gagnrýni „dæmigert kerfissvar“ Áslaug Arna hefur nú svarað Eiríki og segir gagnrýni hans dæmi um „dæmigert kerfissvar“ sem snúi ekki að því hvernig eigi að stjórna eða hafa lög og reglur heldur sé dæmi um íhaldssemi. Ennfremur segir hún í færslunni að hún telji „óþarfa að útiloka þá sem ekki tala fullkomna íslensku frá störfum sem þessum þar sem unnið er með tölur en ekki tungumálið.“ Hér á landi séu yfir 50.000 erlendir ríkisborgarar og það hljóti að vera óhætt og eðlilegt skref að þau hafi aðgang að störfum hjá hinu opinbera þar sem hægt er að koma því við. Hún segist vissulega ætla að kanna betur hvort auglýsingin standist ekki lög. Reynist það svo að auglýsingin standist ekki lög telur hún að „krafan um íslensku sé tekin lengra en nauðsynlegt er með hliðsjón af meðalhófi og jafnræði.“ Að lokum segir hún að samkeppnishæfni Íslands sem þjóðar skipti öllu máli og að þjóðin virki allan mannauð samfélagsins og hreyfist í takt við tímann. „Þær áskoranir eiga alveg samleið með að varðveita fallega tungumálið okkar, íslenskuna.“
Íslenska á tækniöld Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. 30. júní 2022 21:00 Efast um að ný starfsauglýsing Áslaugar Örnu samræmist lögum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 30. júní 2022 14:40 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. 30. júní 2022 21:00
Efast um að ný starfsauglýsing Áslaugar Örnu samræmist lögum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 30. júní 2022 14:40