Fótbolti

Gervigreind mun hjálpa dómurum á HM í fótbolta í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður auðveldara fyrir dómara að komast að réttri niðurstöðu um hvort leikmenn séu rangstæðir eða ekki.
Það verður auðveldara fyrir dómara að komast að réttri niðurstöðu um hvort leikmenn séu rangstæðir eða ekki. Getty/Geert van Erven

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að nýta sér tæknina enn betur þegar kemur að því að aðstoða dómara á heimsmeistaramótinu í Katar sem er fram í lok ársins.

Gervigreind mun því taka þátt í því að dæma leiki á mótinu. Þetta verður fyrsta heimsmeistaramótið með slíka tækni.

Aðstoðardómarar munu njóta góðs af henni þegar kemur að því að ákveða hvort leikmenn séu rangstæðir eða ekki. Fjöldi myndavéla á leikvöngunum og nemi í boltanum skila upplýsingum sem gervigreindin notar.

Alls munu tólf myndavélar inn á vellinum fylgja leikmönnum eftir til að búa til þær upplýsingar sem þarf til að meta það hvort leikmenn séu fyrir innan eða ekki. Þetta mun aðallega minnka tímann sem það tekur að koamst að réttri niðurstöðu þegar kemur að tæpum rangstæðum.

Eins og með marklínutæknina sem hefur verið notuð undanfarin ár þá munu dómarar leiksins fá skilaboð í úrið sitt ef leikmaður er rangstæður.

Það sem meira er að áhorfendur á vellinum munu fá mun betri upplýsingar um Varsjána og atvikin verða sýnd í þrívídd á skjáum leikvangsins þegar menn hafa tekið ákvörðun um þau.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.