Fótbolti

Sogn­dal á­fram eftir sigur í víta­spyrnu­keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslendingalið Sogndal er komið áfram í norska bikarnum.
Íslendingalið Sogndal er komið áfram í norska bikarnum. Twitter@sogndalfotball

Íslendingalið Sogndal er komið áfram í norska bikarnum í fótbolta. Eftir 1-1 jafntefli við KFUM Oslo þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Íslendingafélagið hafði betur.

Þeir Hörður Ingi Gunnarsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson hófu allir leikinn. Hörður Ingi nældi sér í gult spjald en staðan var markalaus í hálfleik. Valdimar Þór var tekinn af velli í hálfleik en það kom ekki að sök, gestirnir frá Sogndal skoruðu fyrsta markið á 64. mínútu leiksins.

Heimamenn jöfnuðu átta mínútum síðar og var staðan 1-1 er venjulegum leiktíma lauk. Þannig var staðan einnig eftir framlengingu og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið myndi fara áfram.

Þar hafði Sogndal betur 5-4 en báðir Íslendingarnir sem eftir voru á vellinum tóku víti. Jónatan Ingi skoraði en Hörður Ingi brenndi af, það kom þó ekki að sök og Sogndal komið áfram í norsku bikarkeppninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.