Innlent

Ó­metan­legt að fagna fjöru­tíu ára af­mælinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jórunn Frímannsdóttir forstöðumaður Droplaugarstaða á hátíðarhöldunum í dag.
Jórunn Frímannsdóttir forstöðumaður Droplaugarstaða á hátíðarhöldunum í dag. Vísir/Egill

Fjörutíu ár eru í dag síðan starfsemi hófst á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík. Heimilismenn, starfsfólk og gestir fögnuðu afmælinu við hátíðlega athöfn í garði heimilisins, þar sem boðið var upp á veitingar og fjölbreytt tónlistaratriði. 

Jórunn Frímannsdóttir forstöðumaður Droplaugarstaða fór loks yfir sögu heimilisins í ávarpi og þakkaði starfsfólki og heimilismönnum sérstaklega fyrir samstöðuna í kórónuveirufaraldrinum. Hún segir það ómetanlegt að hafa getað fagnað hinum merku tímamótum í dag.

„Það er bara svo gaman að fá svona gleði, gaman að koma saman og ég held þetta hafi bara ofboðslega mikla þýðingu. Þetta er fyrsta alvöru samkoman eftir Covid, við erum búin að vera svo lengi í þeim farvegi og þetta er bara mikil gleði,“ segir Jórunn.

Svipmyndir frá afmælisfögnuðinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.