Gareth Bale samdi við LAFC fyrr í vikunni og í gær var greint frá því að ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini hefði gert samning við félagið út tímabilið 2023.
This is an exciting new chapter in my career.
— Giorgio Chiellini (@chiellini) June 30, 2022
I have always enjoyed the US and Los Angeles and I have thought often about playing in @MLS .
I can t wait to get started @LAFC !!! pic.twitter.com/gewDjJxLCM
Chiellini kemur til LAFC frá Juventus sem hann yfirgaf eftir síðasta tímabil. Hann lék með Juventus í í átján ár og varð níu sinnum ítalskur meistari með liðinu.
Varnarjaxlinn lagði landsliðsskóna á hilluna í apríl. Hann lék 117 landsleiki og varð Evrópumeistari með Ítalíu í fyrra.
Chiellini fylgdist með LAFC vinna 3-1 sigur á Dallas í MLS-deildinni í gær. Liðið er með sjö stiga forskot á toppi vesturdeildarinnar.