Jörundur Áki tekur tímabundið við af Arnari en þó bara við hluta af starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2022 08:01 Jörundur Áki Sveinsson í starfi sínu sem aðstoðarmaður Davíðs Snorra Jónassonar í 21 árs landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur fengið Jörund Áka Sveinsson til að létta á störfum landsliðsþjálfarans Arnars Þórs Viðarsson sem hefur sinnt tveimur störfum fyrir sambandið undanfarna átján mánuði. Jörundur Áka mun taka tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna sviðsstjóra knattspyrnusviðs sem snúa að yngri landsliðum karla og kvenna, auk ýmissa annarra verkefna. Þetta er staðfest í frétt á heimasíðu sambandsins. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafði staðfest það við Vísi í vikunni að í haust verði auglýst laus staða yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Jörundur Áki, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu og er núverandi starfsmaður knattspyrnusviðs og þjálfari U16 og U17 landsliða karla, hefur mikla reynslu af knattspyrnustarfi og þjálfun. Hann hefur þjálfað U21, U17 og U16 landslið karla og öll landslið kvenna og á að baki um eitt hundrað leiki sem aðalþjálfari landsliða, auk fjölmargra leikja sem aðstoðarþjálfari. Að auki hefur hann stýrt meistaraflokksliðum karla og kvenna í samtals um þrjú hundrað KSÍ-leikjum. Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda í viðtali við Vísi í vikunni. KSÍ Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Jörundur Áka mun taka tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna sviðsstjóra knattspyrnusviðs sem snúa að yngri landsliðum karla og kvenna, auk ýmissa annarra verkefna. Þetta er staðfest í frétt á heimasíðu sambandsins. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hafði staðfest það við Vísi í vikunni að í haust verði auglýst laus staða yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Jörundur Áki, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu og er núverandi starfsmaður knattspyrnusviðs og þjálfari U16 og U17 landsliða karla, hefur mikla reynslu af knattspyrnustarfi og þjálfun. Hann hefur þjálfað U21, U17 og U16 landslið karla og öll landslið kvenna og á að baki um eitt hundrað leiki sem aðalþjálfari landsliða, auk fjölmargra leikja sem aðstoðarþjálfari. Að auki hefur hann stýrt meistaraflokksliðum karla og kvenna í samtals um þrjú hundrað KSÍ-leikjum. Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda í viðtali við Vísi í vikunni.
KSÍ Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann