Það var liðsfélagi Maríu hjá Manchester United, Signe Bruun, sem kom danska liðinu í forystu strax á fyrstu mínútu leiksins.
Guro Reiten jafnaði þó metin fyrir norska liðið stuttu fyrir hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Reitein bætti öðru marki sínu við snemma í síðari hálfleik og það reyndist sigurmark leiksins. Niðurstaðan því 1-2 sigur norsku stelpnanna og þær fara með gott veganesti inn í Evrópumótið.