Sex dagar í EM: Skófrík sem spilar Mario Kart og kemur sér í gírinn með hjálp frá Kanye West Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2022 11:01 Selma Sól Magnúsdóttir á ferðinni í leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í fyrra. Vísir/Hulda Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst á dagskrá er miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir. Hún er á leið á sitt fyrsta Evrópumót. Selma þreytti frumraun sína með A-landsliðinu í 2-1 tapi fyrir Noregi í æfingaleik á La Manga á Spáni í janúar 2018. Alls eru landsleikir hennar sautján talsins og mörkin tvö. Selma, sem er 24 ára, er uppalin hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni 2013, þá aðeins fimmtán ára. Hún var lánuð til Fylkis tímabilið 2015 en sneri svo aftur til Breiðabliks og lék með liðinu út síðasta tímabil. Þá samdi hún við Rosenborg í Noregi. Selma hefur stimplað sig vel inn með Rosenborg, leikið alla fimmtán leiki liðsins í norsku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk. Selma varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2018 og bikarmeistari 2018 og 2021. Hún hefur leikið 84 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk. Selma lék ekkert 2020 eftir að hafa slitið krossband í hné undir lok tímabilsins 2019 en hefur komið sterk til baka eftir það. Selma fagnar góðum sigri með Breiðabliki.Vísir/Hulda Fyrsti meistaraflokksleikur? 15.08.2013. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Hlusta á Kanye West fyrir hvern leik. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, fjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Hjúkrunarfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Vapor. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Mario Kart. Uppáhalds matur? Pizza. Fyndnust í landsliðinu? Telma. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Slappa af, eiga gott spjall með liðsfélögum, horfa á sjónvarp, lesa bók og margt fleira Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Besti andstæðingur er Marie-Antoinette Katoto í Paris Saint-Germain. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég er skófrík. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira
Hún er á leið á sitt fyrsta Evrópumót. Selma þreytti frumraun sína með A-landsliðinu í 2-1 tapi fyrir Noregi í æfingaleik á La Manga á Spáni í janúar 2018. Alls eru landsleikir hennar sautján talsins og mörkin tvö. Selma, sem er 24 ára, er uppalin hjá Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni 2013, þá aðeins fimmtán ára. Hún var lánuð til Fylkis tímabilið 2015 en sneri svo aftur til Breiðabliks og lék með liðinu út síðasta tímabil. Þá samdi hún við Rosenborg í Noregi. Selma hefur stimplað sig vel inn með Rosenborg, leikið alla fimmtán leiki liðsins í norsku úrvalsdeildinni og skorað þrjú mörk. Selma varð Íslandsmeistari með Breiðabliki 2018 og bikarmeistari 2018 og 2021. Hún hefur leikið 84 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað átta mörk. Selma lék ekkert 2020 eftir að hafa slitið krossband í hné undir lok tímabilsins 2019 en hefur komið sterk til baka eftir það. Selma fagnar góðum sigri með Breiðabliki.Vísir/Hulda Fyrsti meistaraflokksleikur? 15.08.2013. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Þorsteinn Halldórsson. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Hlusta á Kanye West fyrir hvern leik. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, fjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Hjúkrunarfræði. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Vapor. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Mario Kart. Uppáhalds matur? Pizza. Fyndnust í landsliðinu? Telma. Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Slappa af, eiga gott spjall með liðsfélögum, horfa á sjónvarp, lesa bók og margt fleira Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Besti andstæðingur er Marie-Antoinette Katoto í Paris Saint-Germain. Átrúnaðargoð í æsku? Steven Gerrard. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég er skófrík.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Sjá meira