Segir með ólíkindum að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 11:53 Halldóra Mogensen segir að dómsmálaráðherra ætti að skammast sín. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann ítrekað fara með rangfærslur um málaflokka sem hann á að hafa á hreinu. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum. Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum.
Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00