Innlent

Hækka afurðaverð um 31 prósent

Bjarki Sigurðsson skrifar
Samkvæmt Landsssamtökum sauðfjárbænda nær hækkunin ekki að vega upp á móti kostnaðarhækkunum ársins.
Samkvæmt Landsssamtökum sauðfjárbænda nær hækkunin ekki að vega upp á móti kostnaðarhækkunum ársins. Vísir/Vilhelm

Sláturfélag Vopnafjarðar hefur hækkað afurðaverð sláturleyfishafa um 31 prósent. Þetta kemur fram í nýbirtri verðskrá félagins.

Landssamtök sauðfjárbænda segja verðhækkunina vera stórtíðindi og afar mikilvæg skilaboð til bænda. Sláturfélag Suðurlands hefur einnig hækkað afurðaverð um 18,7 prósent og boðaði Kjarnafæði-Norðlenska tíu prósent hækkun í febrúar á þessu ári.

Samtökin segja þó að hækkanir á rekstrarkostnaði ársins geri það að verkum að hækkun afurðarverðs og aukinn stuðningur stjórnvalda nái ekki að vega upp á móti kostnaðarhækkunum ársins.

Í skýrslu sem Byggðastofnun gaf nýlega út kemur fram að gert sé ráð fyrir fjörutíu prósent hækkun á breytilegum kostnaði milli ára sem gerir um fimmtán prósent af heildarkostnaði. Samkvæmt því mun framlegð sauðfjárbúa lækka úr 52 prósentum í 43 prósent milli ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×