Íslenski boltinn

Fram hefur boðið í Brynjar Gauta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fram hefur boðið í Brynjar Gauta (til vinstri).
Fram hefur boðið í Brynjar Gauta (til vinstri). Vísir/Hulda Margrét

Fram hefur boðið í Brynjar Gauta Guðjónsson, miðvörð Stjörnunnar. Frá þessu er greint á Fótbolti.net.

Þar segir að miðillinn hafi öruggar heimildir fyrir því að Fram hafi boðið í leikmanninn sem hefur mátt þola mikla bekkjarsetu í sumar. Brynjar Gauti hefur aðeins komið við sögu í fjórum af 10 leikjum Stjörnunnar í Bestu deild karla.

Fram hefur fengið á sig flest mörk í Bestu deildinni og virðist sem liðið ætli að styrkja varnarleikinn þegar félagaskiptaglugginn opnar 29. júní næstkomandi.

Hinn þrítugi Brynjar Gauti hefur spilað með Stjörnunni síðan 2015 en þar áður lék hann með ÍBV og Víking Ólafsvík.

Fram situr í 8. sæti Bestu deildarinnar með 10 stig að loknum 10 umferðum. Stjarnan er í 2. sæti með 19 stig.


Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.