Um tuttugu prósent fleiri sóttu um leikskólakennaranám Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 13:07 Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir er dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Um tuttugu prósent aukning er í umsóknum í nám leikskólakennarafræði milli ára en sjötíu leikskólakennarar tóku við brautskráningarskírteinum sínum þann 25. júní síðastliðinn, sem er veruleg aukning frá síðustu árum. Alls bárust 5.051 umsókn um grunnnám í Háskóla Íslands og þar af um 670 umsóknir um grunnnám á Menntavísindasviði HÍ. Þar af sóttu 110 um nám í leikskólakennarafræði. Það er um tuttugu prósent aukning frá síðasta ári. Forseti Menntavísindasviðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, fagnar aukinni aðsókn í leikskólakennaranám og segir það brýnt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að fjölga leikskólakennurum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur átt í miklu samtali við leikskólavettvanginn síðustu ár sem hefur verið okkur mikilvægt til þróunar námsins. Þá hefur samstarf háskólanna og vettvangs, m.a. UTÍS-hópsins, um átakið Komdu að kenna verið afar farsælt. Auk þess stendur meistaranemum til boða fleiri valkostir með nýrri MT-gráðu og þá stendur yfir innleiðing á raunfærnimati þar sem hæfni og þekking úr starfi er metin til einingabærs náms. Allir þessir mikilvægu þættir hafa verið unnir í þéttu samstarfi háskóla, vettvangs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Það, fyrst og fremst, hefur skilað frábærum árangri og fjölgun leikskólakennara,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu um málið. Mikill hagur fyrir leikskóla að hafa nema í vinnu Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum, við Háskóla Íslands segir þessa aukningu hafa mikla þýðingu fyrir leikskólasamfélagið. „Það er mjög mikilvægt að í leikskólum starfi leikskólakennarar og að þeir hafi þá fagþekkingu sem til þarf bæði upp á gæði starfsins og menntunar yngstu barnanna. Langflestir leikskólakennaranemar starfa í leikskóla samhliða náminu sem getur verið mikill hagur fyrir leikskólann. Að hafa starfandi nemendur ýtir oft undir faglegt samtal inn í skólanum því neminn er að ígrunda starfið, kemur gjarnan með krefjandi spurningar og á í lifandi samtali við samstarfsfélaga um starfið,“ segir hún. Brautskráðum úr leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands hefur fjölgað með hverju árinu síðastliðin þrjú ár. Árið 2020 brautskráðust 21 leikskólakennaranemar, árið 2021 brautskráðust 49 og í ár 70 kandídatar. Háskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Alls bárust 5.051 umsókn um grunnnám í Háskóla Íslands og þar af um 670 umsóknir um grunnnám á Menntavísindasviði HÍ. Þar af sóttu 110 um nám í leikskólakennarafræði. Það er um tuttugu prósent aukning frá síðasta ári. Forseti Menntavísindasviðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, fagnar aukinni aðsókn í leikskólakennaranám og segir það brýnt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að fjölga leikskólakennurum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur átt í miklu samtali við leikskólavettvanginn síðustu ár sem hefur verið okkur mikilvægt til þróunar námsins. Þá hefur samstarf háskólanna og vettvangs, m.a. UTÍS-hópsins, um átakið Komdu að kenna verið afar farsælt. Auk þess stendur meistaranemum til boða fleiri valkostir með nýrri MT-gráðu og þá stendur yfir innleiðing á raunfærnimati þar sem hæfni og þekking úr starfi er metin til einingabærs náms. Allir þessir mikilvægu þættir hafa verið unnir í þéttu samstarfi háskóla, vettvangs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Það, fyrst og fremst, hefur skilað frábærum árangri og fjölgun leikskólakennara,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu um málið. Mikill hagur fyrir leikskóla að hafa nema í vinnu Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum, við Háskóla Íslands segir þessa aukningu hafa mikla þýðingu fyrir leikskólasamfélagið. „Það er mjög mikilvægt að í leikskólum starfi leikskólakennarar og að þeir hafi þá fagþekkingu sem til þarf bæði upp á gæði starfsins og menntunar yngstu barnanna. Langflestir leikskólakennaranemar starfa í leikskóla samhliða náminu sem getur verið mikill hagur fyrir leikskólann. Að hafa starfandi nemendur ýtir oft undir faglegt samtal inn í skólanum því neminn er að ígrunda starfið, kemur gjarnan með krefjandi spurningar og á í lifandi samtali við samstarfsfélaga um starfið,“ segir hún. Brautskráðum úr leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands hefur fjölgað með hverju árinu síðastliðin þrjú ár. Árið 2020 brautskráðust 21 leikskólakennaranemar, árið 2021 brautskráðust 49 og í ár 70 kandídatar.
Háskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira