Um tuttugu prósent fleiri sóttu um leikskólakennaranám Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 13:07 Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir er dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Um tuttugu prósent aukning er í umsóknum í nám leikskólakennarafræði milli ára en sjötíu leikskólakennarar tóku við brautskráningarskírteinum sínum þann 25. júní síðastliðinn, sem er veruleg aukning frá síðustu árum. Alls bárust 5.051 umsókn um grunnnám í Háskóla Íslands og þar af um 670 umsóknir um grunnnám á Menntavísindasviði HÍ. Þar af sóttu 110 um nám í leikskólakennarafræði. Það er um tuttugu prósent aukning frá síðasta ári. Forseti Menntavísindasviðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, fagnar aukinni aðsókn í leikskólakennaranám og segir það brýnt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að fjölga leikskólakennurum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur átt í miklu samtali við leikskólavettvanginn síðustu ár sem hefur verið okkur mikilvægt til þróunar námsins. Þá hefur samstarf háskólanna og vettvangs, m.a. UTÍS-hópsins, um átakið Komdu að kenna verið afar farsælt. Auk þess stendur meistaranemum til boða fleiri valkostir með nýrri MT-gráðu og þá stendur yfir innleiðing á raunfærnimati þar sem hæfni og þekking úr starfi er metin til einingabærs náms. Allir þessir mikilvægu þættir hafa verið unnir í þéttu samstarfi háskóla, vettvangs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Það, fyrst og fremst, hefur skilað frábærum árangri og fjölgun leikskólakennara,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu um málið. Mikill hagur fyrir leikskóla að hafa nema í vinnu Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum, við Háskóla Íslands segir þessa aukningu hafa mikla þýðingu fyrir leikskólasamfélagið. „Það er mjög mikilvægt að í leikskólum starfi leikskólakennarar og að þeir hafi þá fagþekkingu sem til þarf bæði upp á gæði starfsins og menntunar yngstu barnanna. Langflestir leikskólakennaranemar starfa í leikskóla samhliða náminu sem getur verið mikill hagur fyrir leikskólann. Að hafa starfandi nemendur ýtir oft undir faglegt samtal inn í skólanum því neminn er að ígrunda starfið, kemur gjarnan með krefjandi spurningar og á í lifandi samtali við samstarfsfélaga um starfið,“ segir hún. Brautskráðum úr leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands hefur fjölgað með hverju árinu síðastliðin þrjú ár. Árið 2020 brautskráðust 21 leikskólakennaranemar, árið 2021 brautskráðust 49 og í ár 70 kandídatar. Háskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Alls bárust 5.051 umsókn um grunnnám í Háskóla Íslands og þar af um 670 umsóknir um grunnnám á Menntavísindasviði HÍ. Þar af sóttu 110 um nám í leikskólakennarafræði. Það er um tuttugu prósent aukning frá síðasta ári. Forseti Menntavísindasviðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, fagnar aukinni aðsókn í leikskólakennaranám og segir það brýnt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að fjölga leikskólakennurum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur átt í miklu samtali við leikskólavettvanginn síðustu ár sem hefur verið okkur mikilvægt til þróunar námsins. Þá hefur samstarf háskólanna og vettvangs, m.a. UTÍS-hópsins, um átakið Komdu að kenna verið afar farsælt. Auk þess stendur meistaranemum til boða fleiri valkostir með nýrri MT-gráðu og þá stendur yfir innleiðing á raunfærnimati þar sem hæfni og þekking úr starfi er metin til einingabærs náms. Allir þessir mikilvægu þættir hafa verið unnir í þéttu samstarfi háskóla, vettvangs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Það, fyrst og fremst, hefur skilað frábærum árangri og fjölgun leikskólakennara,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu um málið. Mikill hagur fyrir leikskóla að hafa nema í vinnu Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum, við Háskóla Íslands segir þessa aukningu hafa mikla þýðingu fyrir leikskólasamfélagið. „Það er mjög mikilvægt að í leikskólum starfi leikskólakennarar og að þeir hafi þá fagþekkingu sem til þarf bæði upp á gæði starfsins og menntunar yngstu barnanna. Langflestir leikskólakennaranemar starfa í leikskóla samhliða náminu sem getur verið mikill hagur fyrir leikskólann. Að hafa starfandi nemendur ýtir oft undir faglegt samtal inn í skólanum því neminn er að ígrunda starfið, kemur gjarnan með krefjandi spurningar og á í lifandi samtali við samstarfsfélaga um starfið,“ segir hún. Brautskráðum úr leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands hefur fjölgað með hverju árinu síðastliðin þrjú ár. Árið 2020 brautskráðust 21 leikskólakennaranemar, árið 2021 brautskráðust 49 og í ár 70 kandídatar.
Háskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira