Cloé Eyja á leið á stórmót með kanadíska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 12:00 Cloé Eyja Lacasse fagnar marki fyrir Benfica í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. EPA-EFE/Adam Ihse Kanadíska-íslenska knattspyrnukonan Cloé Eyja Lacasse er á leiðinni á stórmót eins og íslensku landsliðskonurnar en þó ekki með íslenska landsliðinu. Lacasse hefur verið valin í 22 manna hóp kanadíska landsliðsins fyrir Concacaf keppnina þar sem keppa lið frá Norður- og Mið-Ameríku. Concacaf keppnin í ár, sú ellefta í sögunni, fer fram í Mexíkó frá 4. til 18. júlí. Kanada er í riðli með Kosta Ríka, Panama og Trínidad og Tóbagó. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Kandaíska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari frá því í Tókýó í fyrra en liðið vann síðast Concacaf keppnina árið 2010. Í síðustu keppni fór kanadíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Bandaríkjunum. Cloé Eyja er ein af sjö framherjum í hópnum en frægastar af þeim eru hin 39 ára gamla Christine Sinclair sem hefur skorað 188 mörk fyrir landsliðið, hin 29 ára gamla Adriana Leon sem var markahæst í síðustu Concacaf keppni árið 2018 og svo hin 21 árs gamla Jordyn Huitema sem yfirgaf nýverið franska liðið Paris Saint-Germain. Það er því mikil samkeppni fyrir Cloé Eyju sem á enn eftir að skora eftir sex landsleiki fyrir Kanada. Cloé Eyja hefur farið á kostum með portúgalska liðinu Benfica síðan hún yfirgaf ÍBV árið 2019 og er alls með 67 mörk í 88 leikjum fyrir félagið. Cloé skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild með ÍBV og varð bikarmeistari með liðinu árið 2017. Hún lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í júní 2019. KSÍ fékk ekki keppnisleyfi fyrir hana þegar velja átti hana í landsliðið og á endanum vann hún sér í staðinn sæti í kandadíska landsliðinu. Cloé er nú á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer) Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
Lacasse hefur verið valin í 22 manna hóp kanadíska landsliðsins fyrir Concacaf keppnina þar sem keppa lið frá Norður- og Mið-Ameríku. Concacaf keppnin í ár, sú ellefta í sögunni, fer fram í Mexíkó frá 4. til 18. júlí. Kanada er í riðli með Kosta Ríka, Panama og Trínidad og Tóbagó. View this post on Instagram A post shared by Sport Lisboa e Benfica (@slbenficafeminino) Kandaíska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari frá því í Tókýó í fyrra en liðið vann síðast Concacaf keppnina árið 2010. Í síðustu keppni fór kanadíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Bandaríkjunum. Cloé Eyja er ein af sjö framherjum í hópnum en frægastar af þeim eru hin 39 ára gamla Christine Sinclair sem hefur skorað 188 mörk fyrir landsliðið, hin 29 ára gamla Adriana Leon sem var markahæst í síðustu Concacaf keppni árið 2018 og svo hin 21 árs gamla Jordyn Huitema sem yfirgaf nýverið franska liðið Paris Saint-Germain. Það er því mikil samkeppni fyrir Cloé Eyju sem á enn eftir að skora eftir sex landsleiki fyrir Kanada. Cloé Eyja hefur farið á kostum með portúgalska liðinu Benfica síðan hún yfirgaf ÍBV árið 2019 og er alls með 67 mörk í 88 leikjum fyrir félagið. Cloé skoraði 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild með ÍBV og varð bikarmeistari með liðinu árið 2017. Hún lék með ÍBV frá 2015 til 2019 og fékk íslenskan ríkisborgararétt í júní 2019. KSÍ fékk ekki keppnisleyfi fyrir hana þegar velja átti hana í landsliðið og á endanum vann hún sér í staðinn sæti í kandadíska landsliðinu. Cloé er nú á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. View this post on Instagram A post shared by Canada Soccer (@canadasoccer)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira