Segir þjálfarateymi Real ætlast til að leikmenn spili þó þeir séu meiddir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2022 13:46 Kosovare Asllani virðist fegin að vera laus frá Real Madríd. Eric Verhoeven/Getty Images Sænski framherjinn Kosovare Asllani segir umhverfi kvennaliðs Real Madríd óheilbrigt og hættulegt. Þjálfarateymið hlusti ekki á sjúkraþjálfara né lækna félagsins og ætlist til að leikmenn spili þó meiddir séu. Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani. Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Sjá meira
Hin 32 ára gamla Asllani er hluti af leikmannahóp Svíþjóðar sem fer á Evrópumótið sem hefst í byrjun júlí. Hún hefur leikið með Real síðan árið 2019 en hún var fyrsta stórstjarnan sem samdi félagið. Skoraði Asllani tvö mörk er Real Madríd lagði Breiðablik í aftakaveðri á Kópavogsvelli í desember síðastliðinum. Úr leik liðanna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Hún er nú á förum frá félaginu og opnaði sig varðandi umhverfi félagsins á blaðamannafundi sænska landsliðsins nýverið. „Ég tel vera menningu félagsins vera óheilbrigða fyrir leikmenn þess. Ég hef næstum verið neytt til að spila þrátt fyrir að vera meidd. Þjálfarar liðsins hlusta ekki á læknateymið. Umhverfið er orðið mjög óheilbrigt og hættulegt,“ sagði Asllani um stöðuna hjá Real en hún hefur einnig spilað með París Saint-Germain og Manchester City á ferli sínum. „Ég hef gert mikið fyrir félagið og ég hef séð hversu illa það hefur komið fram við leikmenn á undanförnum árum. Ég tel það vera mikilvægt fyrir mig að tjá mig þar sem enginn annar hefur stigið fram. Ég hef reynt að koma á breytingum en það er ekki hlustað á leikmenn né læknateymið.“ „Það er engin tilviljun að ég var alltaf að meiðast aftur og aftur þar sem það er þrýst á mann að spila þó maður sé meiddur. Þetta er ekki heilbrigt umhverfi, ég elska félagið en tel það vera í röngum höndum eins og staðan er í dag,“ bætti Asllani við. Precamp day 1 #WEURO2022 pic.twitter.com/fgujrB1Ks4— Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) June 20, 2022 Í frétt ESPN um málið segir að David Aznar hafi verið rekinn í nóvember á síðasta ári þar sem hann hafði misst traust leikmanna. Þjálfunaraðferðir hans voru gagnrýndar og talið er að undirbúningstímabilið hafi leitt til mikilla meiðsla í leikmannahópi liðsins. Alberto Toril tók við stjórnartaumunum en það virðist ekki mikið hafa skánað síðan þá. „Ég hefði getað farið síðasta sumar en ákvað að gefa þessu eitt tækifæri til viðbótar. Ég hef verið stór hluti af sögu félagsins en því miður er umhverfið þar ekki heilbrigt, og það er ekki bara ég sem er þeirrar skoðunar. Ég tel umhverfið vera svona því félagið þráir að vinna og sér leikmenn bara sem leið til þess,“ sagði Asllani að endingu. Sara Björk Gunnarsdóttir var orðuð við Real Madríd áður en hún samdi við ítalska meistaraliðið Juventus. Sem betur fer ef marka má frásögn Asllani.
Fótbolti Spænski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Sjá meira