Innlent

Réðst á stúlkur og reyndi að ræna þær

Kjartan Kjartansson skrifar
Drengurinn var vistaður á stofnun vegna annarlegs ástands síns.
Drengurinn var vistaður á stofnun vegna annarlegs ástands síns. Vísir/Vilhelm

Ungur drengur í annarlegu ástandi réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær í gærkvöldi. Sló hann aðra stúlkuna með krepptum hnefa í andlitið en stúlkurnar náðu að komast undan til foreldra sinna.

Tilkynnt var um líkamsárásina í póstnúmeri 108 skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að drengurinn hefði einnig ráðist á föður stúlknanna.

Drengnum var haldið niðri þar til lögreglumenn komu og handtóku hann. Í samráði við foreldra hans og barnaverndaryfirvöld var hann vistaður á viðeigandi stofnum sökum ástands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.