Lúxushótel með 40 herbergjum byggt á Grenivík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2022 08:05 Lúxus hótelið á Grenivík, sem framkvæmdir eru hafnar við. Hótelið verður glæslegt í alla staði og útsýnið frá því stórkostlegt. Aðsend Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt sjö þúsund fermetra lúxus hótel á Grenivík. Fjörutíu herbergi verða á hótelinu, þar af fjórar svítur. Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð. Í sveitarfélaginu búa um 370 íbúar, um 300 á Grenivík og um 70 manns í blómlegri sveit suður af Grenivík. Það er mjög snyrtilegt í þorpinu og mannlíf þar gott, enda hjálpast allir við að gera flott sveitarfélag að enn betra sveitarfélagi. Á staðnum eru flott fyrirtæki eins og harðfiskframleiðsla á eyjabita og lyfjafyrirtækið Pharmarctica svo eitthvað sé nefnt. Grýtubakkahreppur er mjög vel rekið enda á það töluvert af kvóta og gerir vel við íbúa sína. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. „Það er mikil samheldni í fólki hérna og jákvæðni, mikil jákvæðni og mikil uppbygging í gangi, nóg að gera, það vantar bara fleira fólk. Það er hér fyrirtæki, sem er að fara að byggja hérna hátt í sjö þúsund fermetra lúxus hótel, sem á að opna eftir eitt og hálft ár. Ég ætla að vona að þeir finni iðnaðarmenn í það, það er dálítill skortur á þeim.“ Segir Ingólfur og bætir við. „Þetta verða 40 herbergi og ég held að það séu einhverjar fjórar svítur að minnsta kosti, 150 til 160 fermetrar í hótelinu“. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. Hann talar líka skemmtilega og hreina norðlensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru mjög ánægðir með að búa á Grenivík. „Ég hef alltaf búið hérna og finnst bara mjög gott, gott að ala börnin hérna upp,“ segir Gyða Dröfn Árnadóttir. „Þetta er bara rólegur og snyrtilegur staður með góðu fólki,“ segir Guðrún Árnadóttir. „Það er mikil samstaða á Grenivík og allir góðir við hvern annan,“ segir Brynhildur Jóna Helgadóttir. Grýtubakkahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, sem er mjög vel stætt. En á sveitarfélagið svona mikið af peningum? „Já, fullt rassgatið af peningum,“ segir Brynhildur Jóna og skellihlær. „Hér býr bara skemmtilegt og gott fólk, samstaða er mikil og allir góðir við alla, bara stuð,“ segir Margrét Ösp Stefánsdóttir. „Ég held að það sé bara allt samfélagið, sem gerir það að svona góðu samfélagi, það er samstaða um nánast allt. Það er góð stemming á meðal íbúa, allir skemmtilegir og alltaf nóg að gera, okkur vantar bara fleira fólk til okkar,“ segir Gunnþór Ingimar Svavarsson. Öflug harðfiskframleiðsla er á Grenivík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hressir strákar á Grenivík taka undir með fullorðna fólkinu, þeir segja frábært að búa á staðnum, það sé stutt að fara til vina sinna, staðurinn sé lítill og það þekki allir alla. Myndband af nýja lúxus hótelinu Hressir og skemmtilegir strákar á Grenivík, sem segja frábært að búa á staðnum og það sé mjög stutt að fara til vina sinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grýtubakkahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð. Í sveitarfélaginu búa um 370 íbúar, um 300 á Grenivík og um 70 manns í blómlegri sveit suður af Grenivík. Það er mjög snyrtilegt í þorpinu og mannlíf þar gott, enda hjálpast allir við að gera flott sveitarfélag að enn betra sveitarfélagi. Á staðnum eru flott fyrirtæki eins og harðfiskframleiðsla á eyjabita og lyfjafyrirtækið Pharmarctica svo eitthvað sé nefnt. Grýtubakkahreppur er mjög vel rekið enda á það töluvert af kvóta og gerir vel við íbúa sína. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. „Það er mikil samheldni í fólki hérna og jákvæðni, mikil jákvæðni og mikil uppbygging í gangi, nóg að gera, það vantar bara fleira fólk. Það er hér fyrirtæki, sem er að fara að byggja hérna hátt í sjö þúsund fermetra lúxus hótel, sem á að opna eftir eitt og hálft ár. Ég ætla að vona að þeir finni iðnaðarmenn í það, það er dálítill skortur á þeim.“ Segir Ingólfur og bætir við. „Þetta verða 40 herbergi og ég held að það séu einhverjar fjórar svítur að minnsta kosti, 150 til 160 fermetrar í hótelinu“. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. Hann talar líka skemmtilega og hreina norðlensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru mjög ánægðir með að búa á Grenivík. „Ég hef alltaf búið hérna og finnst bara mjög gott, gott að ala börnin hérna upp,“ segir Gyða Dröfn Árnadóttir. „Þetta er bara rólegur og snyrtilegur staður með góðu fólki,“ segir Guðrún Árnadóttir. „Það er mikil samstaða á Grenivík og allir góðir við hvern annan,“ segir Brynhildur Jóna Helgadóttir. Grýtubakkahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, sem er mjög vel stætt. En á sveitarfélagið svona mikið af peningum? „Já, fullt rassgatið af peningum,“ segir Brynhildur Jóna og skellihlær. „Hér býr bara skemmtilegt og gott fólk, samstaða er mikil og allir góðir við alla, bara stuð,“ segir Margrét Ösp Stefánsdóttir. „Ég held að það sé bara allt samfélagið, sem gerir það að svona góðu samfélagi, það er samstaða um nánast allt. Það er góð stemming á meðal íbúa, allir skemmtilegir og alltaf nóg að gera, okkur vantar bara fleira fólk til okkar,“ segir Gunnþór Ingimar Svavarsson. Öflug harðfiskframleiðsla er á Grenivík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hressir strákar á Grenivík taka undir með fullorðna fólkinu, þeir segja frábært að búa á staðnum, það sé stutt að fara til vina sinna, staðurinn sé lítill og það þekki allir alla. Myndband af nýja lúxus hótelinu Hressir og skemmtilegir strákar á Grenivík, sem segja frábært að búa á staðnum og það sé mjög stutt að fara til vina sinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grýtubakkahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira