Innlent

Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu.
Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Rannsóknarvinna lögreglunnar leiddi í ljós að líklega væri um að ræða franskt par sem hefði lagt upp frá Mývatnssveit fyrr í vikunni. Óskaði lögreglan í kjölfarið eftir þyrluaðstoð frá Landhelgisgæslunni. Ásamt því var aðgerðastjórn virkjuð á Húsavík og voru björgunarsveitir ræstar út í Mývatnssveit og Aðaldal til að halda landleiðina á vettvang.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kom í Gæsavötn laust fyrir klukkan 20:00 og hitti á fólkið þar sem tók þeim fagnandi. Fólkið var óslasað og höfðu þau leitað sér skjóls á staðnum á meðan þau biðu eftir aðstoð. Þyrla flutti parið til Reykjavíkur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.