Mikið álag í sýnatökum og margir vilja fjórða bóluefnaskammtinn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. júní 2022 13:01 Bólusetningar og sýnatökur fara nú fram hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í Mjódd. Vísir/Egill Mikil aðsókn er nú í sýnatökur þar sem töluverður fjöldi fólks er enn að greinast með Covid. Áhersla hefur verið lögð á fjórða bóluefnaskammtinn og hafa nokkur þúsund manns mætt í bólusetningu í vikunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum sem greinast nú með Covid hefur farið fjölgandi undanfarna daga en í gær greindust 272 manns samkvæmt bráðabirgðartölum almannavarna. 41 er nú á sjúkrahúsi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu. Langflestir eru á Landspítala, alls 31. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftirspurnin eftir sýnatökum sé að aukast samhliða þessu og því hafi opnunartíminn verið lengdur. „Núna er opið hjá okkur alla daga til klukkan þrjú og það er hér í anddyrinu í Álfabakka 16 þar sem fólk getur komið í PCR sýnatöku og það hefur greinilega verið að aukast núna undanfarið,“ segir Ragnheiður. Um það bil 500 manns mæta nú í sýnatöku daglega og fer það að nálgast þolmörk. „Vonandi fer það ekki mikið meira en það, þá held ég að við séum sprungin hérna í húsnæðinu ef það verður mikið meira. Þannig við svona vonum að þetta hangi í þessu og svo fari þetta bara niður aftur,“ segir Ragnheiður en þau eru með það til skoðunar hvort færa þurfi sýnatökustaðinn. Þúsund manns á dag í bólusetningu Heilbrigðisyfirvöld binda nú miklar vonir við fjórða skammt bóluefnisins og hefur sóttvarnalæknir hvatt fólk til að þiggja þann skammt, sérstaklega þá sem eru 80 ára og eldri, sem og yngri einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Við höfum fengið til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu sirka þúsund manns á hverjum degi þannig við erum komin langt með þennan hóp sem er 80 ára og eldri. Þegar við byrjuðum í byrjun vikunnar voru sex þúsund manns eftir á þeim lista þannig hann fer hratt niður,“ segir Ragnheiður. Mætingin hefur verið mjög góð að sögn Ragnheiðar og er ekki aðeins um að ræða eldri einstaklinga, heldur einnig yngra fólk sem hefur til að mynda ekki fengið Covid. Allt er gert til að bóluefni fari ekki til spillis, til að mynda var boðið upp á umfram skammta í Mjóddinni í gær. „Þetta var bara mjög vinsælt, það stöldruðu margir við og þáðu skammtinn þannig það var mjög skemmtileg uppákoma hjá okkur í gær,“ segir Ragnheiður. Heilsugæslan verður með opið hús til 1. júlí og er nóg til af bóluefni. Ragnheiður segir þau geta sinnt öllum þeim sem mæta, en mönnun er helsti takmarkandi þátturinn. „Fólk er náttúrulega farið í sumarfrí, og það kannski bara strandar á því en síðan sjáum við bara til hvað verður með haustinu, hvort það verði farið í almennar bólusetningar með fjórða skammtinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Einstaklingum sem greinast nú með Covid hefur farið fjölgandi undanfarna daga en í gær greindust 272 manns samkvæmt bráðabirgðartölum almannavarna. 41 er nú á sjúkrahúsi með Covid, þar af tveir á gjörgæslu. Langflestir eru á Landspítala, alls 31. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að eftirspurnin eftir sýnatökum sé að aukast samhliða þessu og því hafi opnunartíminn verið lengdur. „Núna er opið hjá okkur alla daga til klukkan þrjú og það er hér í anddyrinu í Álfabakka 16 þar sem fólk getur komið í PCR sýnatöku og það hefur greinilega verið að aukast núna undanfarið,“ segir Ragnheiður. Um það bil 500 manns mæta nú í sýnatöku daglega og fer það að nálgast þolmörk. „Vonandi fer það ekki mikið meira en það, þá held ég að við séum sprungin hérna í húsnæðinu ef það verður mikið meira. Þannig við svona vonum að þetta hangi í þessu og svo fari þetta bara niður aftur,“ segir Ragnheiður en þau eru með það til skoðunar hvort færa þurfi sýnatökustaðinn. Þúsund manns á dag í bólusetningu Heilbrigðisyfirvöld binda nú miklar vonir við fjórða skammt bóluefnisins og hefur sóttvarnalæknir hvatt fólk til að þiggja þann skammt, sérstaklega þá sem eru 80 ára og eldri, sem og yngri einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. „Við höfum fengið til okkar hérna á höfuðborgarsvæðinu sirka þúsund manns á hverjum degi þannig við erum komin langt með þennan hóp sem er 80 ára og eldri. Þegar við byrjuðum í byrjun vikunnar voru sex þúsund manns eftir á þeim lista þannig hann fer hratt niður,“ segir Ragnheiður. Mætingin hefur verið mjög góð að sögn Ragnheiðar og er ekki aðeins um að ræða eldri einstaklinga, heldur einnig yngra fólk sem hefur til að mynda ekki fengið Covid. Allt er gert til að bóluefni fari ekki til spillis, til að mynda var boðið upp á umfram skammta í Mjóddinni í gær. „Þetta var bara mjög vinsælt, það stöldruðu margir við og þáðu skammtinn þannig það var mjög skemmtileg uppákoma hjá okkur í gær,“ segir Ragnheiður. Heilsugæslan verður með opið hús til 1. júlí og er nóg til af bóluefni. Ragnheiður segir þau geta sinnt öllum þeim sem mæta, en mönnun er helsti takmarkandi þátturinn. „Fólk er náttúrulega farið í sumarfrí, og það kannski bara strandar á því en síðan sjáum við bara til hvað verður með haustinu, hvort það verði farið í almennar bólusetningar með fjórða skammtinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira