Fótbolti

Ís­land stendur í stað á heims­lista FIFA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Íslands.
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Íslands. Vísir/Hulda Margrét

Nýr heimslisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var birtur í dag. Íslenska karlalandsliðið stendur í stað í 63. sæti listans.

Brasilía er áfram á toppi listans og Belgía situr sem fastast í öðru sæti. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni fellur Frakkland niður í fjórða sæti á kostnað Argentínu. England er svo á sínum stað í fimmta sæti.

Kasakstan er það lið sem tekur hvað stærst stökk en landið fer upp um 11 sæti og situr nú í 114. sæti listans.

Ekki er langt síðan FIFA birti uppfærðan lista hjá landsliðum kvenna og þar fór Ísland upp um eitt sæti. Situr íslenska kvennalandsliðið nú í 17. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×