Fótbolti

KSÍ fékk aukamiða á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir er hluti af leikmannahóp Íslands á EM.
Sveindís Jane Jónsdóttir er hluti af leikmannahóp Íslands á EM. Vísir/Hulda Margrét

Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt að hægt sé að fá miða á Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Englandi. Fékk sambandið nokkuð óvænt fleiri miða upp í hendurnar.

Evrópumótið hefst 6. júlí næstkomandi og var fyrir lifandi löngu uppselt á leiki Íslands. Nú hefur KSÍ tilkynnt að sambandinu hafi borist aukamiðar sökum ýmissa ástæðna.

Á vef KSÍ er bent á að hægt sé að hafa samband sem fyrst við KSÍ í gegnum midasala@ksi.is og tryggja sér miða.

Ísland hefur leik á EM þann 10. júlí þegar liðið mætir Belgíu á velli akademíu Manchester City. Liðið mætir Ítalíu á sama velli þann 14. júlí.

18. júlí færir Ísland sig yfir til Rotherham og leikur gegn Frakklandi á New York-vellinum þar í bæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×