Innlent

Stal þrjá­tíu ryk­sugu­vél­mennum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maðurinn stal ljósaperum, ryksugum og eldhústækjum úr Byko. 
Maðurinn stal ljósaperum, ryksugum og eldhústækjum úr Byko.  vísir/ernir

Karlmaður var í gær dæmdur fyrir þjófnaðarbrot í 54 liðum með því að hafa stolið meðal annars KitchenAid hrærivélum, ryksuguróbotum og fjöldanum öllum af ljósaperum að verðmæti tæplega sjö milljóna króna.

Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að maðurinn stal ýmsum matvörum úr Bónus, Poweraid drykkjum og súkkulaðistykkjum aðallega ásamt því að taka iðulega ljósaperur með sér þaðan.

Í verslunum Elko og Byko var maðurinn hvað stórtækastur og stal þaðan þrjátíu ryksuguvélmennum og átta KitchenAid hrærivélum. Þá stal maðurinn úr búð Bauhaus sverðsagarblaðsetti, verkfærasetti og stingsög. Að auki stal hann þónokkru áfengi úr rikinu og ilmvötnum úr Lyfju.

Þjófnaðarbrotin framdi maðurinn á tímabilinu 1. september 2021 og fram til 10. maí 2022. Hann játaði sök og viðurkenndi bótaskyldu sína í málinu. 

Var maðurinn því dæmdur til greiðslu skaðabóta til þeirra fyrirtækja er áttu í hlut og í 10 mánaða fangelsi. Til frádráttar þeirri refsingu kom 41 dags gæsluvarðhald frá 13. maí til dómsuppsögu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.