Fótbolti

Sigurvin kveður með jafntefli

Atli Arason skrifar
Sigurvin Ólafsson stýrði sínum síðasta leik með KV í kvöld
Sigurvin Ólafsson stýrði sínum síðasta leik með KV í kvöld Hilmar Þór Norðfjörð

Sigurvin Ólafsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari FH, stýrði KV í sínum lokaleik með félagið í kvöld gegn Þrótti Vogum. Liðin gerðu 1-1 jafntefli en KV lék manni fleiri síðasta korterið.

Þróttarar komust marki yfir rétt fyrir hálfleikinn með marki frá Alexander Helgasyni á 42. mínútu eftir skyndisókn.

Rafal Stefán Daníelsson, markvörður Þróttar, fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu á 77. mínútu þegar hann kýlir Magnús Snæ Dagbjartsson, leikmann KV, innan vítateigs. Rafal fékk einnig beint rautt spjald fyrir vikið.

Einar Már Þórisson tekur vítaspyrnuna og skorar framhjá Þórhalli Ísak, varamarkverði Þróttar. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að finna sigurmarkið gegn tíu leikmönnum Þróttar en tókst ekki. Lokatölur voru því 1-1.

Sigurvin Ólafsson skilur því við KV með fjögur stig eftir átta leiki í 11. sæti Lengjudeildarinnar.

Þróttur Vogum er sæti neðar, í neðsta sæti, með 2 stig eftir sex leiki.

Upplýsingar um markaskorara og gang leiks koma frá Fotbolti.net 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.