Fótbolti

PSG ætlar að selja Neymar

Atli Arason skrifar
Neymar gæti verið á förum frá PSG.
Neymar gæti verið á förum frá PSG. Getty Images

Luis Campos, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint-Germain, ætlar að taka til hendinni hjá félaginu í sumar. Campos hefur sett saman lista yfir þá sem munu yfirgefa félagið í sumar og Neymar er efstur á þeim lista.

Franski fjölmiðillinn Foot Mercato greindi fyrst frá þessu í gær og segist miðillinn vera með öruggar heimildir fyrir því að þessi dýrasti leikmaður heims muni yfirgefa París í sumar.

Neymar kom til PSG frá Barcelona fyrir 200 milljónir evra árið 2017. PSG á að vera búið að ákveða hvaða upphæð liðið telur ásættanlega fyrir leikmanninn og hefur nú þegar boðið öðrum félögum að bjóða í Brassann.

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu er Juventus sagt á meðal þeirra liða sem hafa áhuga á framherjanum. Launaseðill Neymar mun þó vera illviðráðanlegur þar sem leikmaðurinn fær um 30 milljónir evra á ári hjá PSG.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.