Erlent

Rannsaka ásakanir um nauðganir á hendur frönskum ráðherra

Kjartan Kjartansson skrifar
Zacharopoulou vakti fyrst athygli fyrir baráttu sína gegn legslímuflakk.
Zacharopoulou vakti fyrst athygli fyrir baráttu sína gegn legslímuflakk. Vísir/EPA

Saksóknari í París rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna um að Chrysoula Zacharopoulou, þróunarmálaráðherra, hafi nauðgað þeim. Brotin eiga að hafa átt sér stað þegar Zacharopoulous starfaði sem kvensjúkdómalæknir.

Rannsóknin hófst í lok maí eftir að kæra barst sakóknara. Önnur kæra barst saksóknara í síðustu viku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Franska tímaritið Marienne segir að seinni kæran varði fullorðna konu og að atvikið eigi að hafa átt sér stað árið 2016.

AP-fréttastofan segir að ásakanirnar gangi út á að Zacharopoulous hafi gert skoðanir á konunum án samþykkis þeirra. Samkvæmt frönskum lögum telst snerting inn í kynfæri með valdi, þvingun, ógnun eða óvænt vera nauðgun.

Fleiri ráðherrar í ríkisstjórn Emmanuels Macron forseta hafa verið sakaðir um kynferðisofbeldi. Damien Abad, nýskipaður ráðherra samtöðu og fatlaðra, er sakaður um að hafa nauðgað tveimur konum. Hann neitar ásökununum og segist ekki ætla að segja af sér. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra, hefur einnig verið sakaður um nauðgun.

Flokkur Macron náði ekki meirihluta á þingi í kosningum um helgina. Forsetinn þarf því að reiða sig á stuðning annarra flokka til að koma málefnum sínum í framkvæmd.


Tengdar fréttir

Macron ver ráðherra sem er sakaður um nauðgun

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði við því að nýskipaður innanríkisráðherra í ríkisstjórn hans ætti ekki að verða „fórnarlamb dómstóls götunnar“ vegna ásakana um að hann hafi nauðgað konu fyrir rúmum áratug. Hundruð kvenna hafa mótmælt skipan ráðherrans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.