Innlent

Stjórnvöld hyggjast flokka öll gögn í öryggisflokka

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hugmyndir stjórnvalda vekja óneitanlega spurningar um það hvaða áhrif flokkunin mun hafa á upplýsingalög.
Hugmyndir stjórnvalda vekja óneitanlega spurningar um það hvaða áhrif flokkunin mun hafa á upplýsingalög.

Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú skjal þar sem lögð eru drög að flokkkun gagna ríkisaðila í öryggisflokka. Flokkarnir segja til um hvers konar varnir og ráðstafanir þarf að viðhafa fyrir gögn í umræddum flokki en engin samræmd öryggisflokkun hefur verið viðhöfð þar til nú.

Í skjalinu segir að flokkun gagna ríkisaðila í öryggisflokka sé ein af lykilforsendum þess að hægt sé að ná markmiðum stjórnvalda um aukna hagnýtingu gagna.

Flokkarnir verða fjórir; opin gögn, varin gögn, sérvarin gögn og afmörkuð gögn. Flokkunin mun hafa áhrif á hvar og hvernig gögnin eru geymd og hvort og hvernig þau eru unnin, samnýtt og gerð aðgengileg.

Í skjalinu eru settar fram megináherslur sem „lýsa nálgun og veita leiðsögn um útfærslu flokkakerfisins og notkun þess“. 

Áherslurnar eru fjórar: 

  1. Gögn skulu vera opin nema annað sé ákveðið
  2. Öryggi gagna skal tryggt á viðeigandi hátt
  3. Flokkun gagna skal vera kerfisbundin og samræmd
  4. Afleiðingar flokkunar skulu vera skýrar og skilgreindar

Þá hafa flokkarnir verið skilgreindir með eftirfarandi hætti:

Hér má finna skjalið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.