Fótbolti

Minamino á leiðinni til Mónakó

Hjörvar Ólafsson skrifar
Takumi Minamino er að færa sig um set. 
Takumi Minamino er að færa sig um set.  Vísir/Getty

Japanski framherjinn Takumi Minamino er á leið frá Liverpool til Mónakó sem greiðir tæplega 16 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Minamino gekk til liðs við Liverpool frá Red Bull Salzburg árið 2020 en hann hefur leikið 55 leiki fyrir Rauða herinn og skorað í þeim leikjum 14 mörk.  

Þessi 27 ára leikmaður lék sem lánsmaður hjá Southampton seinni hluta keppnistímabilsins 2020 til 2021 en þar skoraði hann tvö mörk í 10 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.  

Þá lék hann 22 leiki í öllum keppnum fyrir Liverpool á síðustu leiktíð og skoraði 10 mörk, þar af mikilvæg mörk á leið Liverpool í átt að sigrum í ensku bikarkeppninni og enska deildarbikarnum. 

Jürgen Klopp hefur tryggt sér þjónustu tveggja framherja í sumar en það eru Fabio Carvalho sem kemur frá Fulham og Darwin Nunez frá Benfica. 

Auk Minamino er hins vegar Sadio Mané að yfirgefa herbúðir Liverpool en hann undirgekkst læknisskoðun hjá Bayern München í dag. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.