Fótbolti

Draumur Lukaku að verða að veruleika

Hjörvar Ólafsson skrifar
Romelu Lukaku færist næst Inter Milan. 
Romelu Lukaku færist næst Inter Milan.  Vísir/Getty

Chelsea og Inter Milan hafa komist að samkomulagi um lánssamningi belgíska landsliðsframherjans Romelu Lukaku sem mun þar af leiðandi endurnýja kynnin við Mílanóborg.

Inter mun greiða átta milljónir evra verði félagaskiptin að veruleika en Lukaku á eftir að undirgangast læknisskoðun. 

Standist Lukaku læknisskoðun verður ósk hans að veruleika en hann gaf það út í viðtali í desember að hann vildi fara aftur í herbúðir Inter Milan. 

Þessi ummæli hans féllu í grýttan jarðveg hjá Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, en Lukaku náði ekki að festa sig í sessi í endurkomu sinni á Stamford Bridge. 

Chelsea greiddi um það bil 100 milljónir punda fyrir Lukaku síðasta sumar en hann skoraði einungis átta mörk í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta keppnistímabili. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.