Fótbolti

Segir Alfreð staddan í Svíþjóð á leið í viðræður

Hjörvar Ólafsson skrifar
Alfreð Finnbogason hefur yfirgefið herbúðir Augsburgar og er í leit að nýju liði. Vísir/Getty
   

Sænski miðillinn Sport Expressen greinir frá því að Alfreð Finnbogaon sé staddur í Svíþjóð þar sem hann sé á leið í viðræður við Hammarby. 

Alfreð rennur út á samningi við Augsburg um komandi mánaðamót þýska félagið hefur tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samning sinn við fram­herj­ann. 

Ef marka má heimildir Sport Expressen og Alfreð nær samningum um kaup og kjör við Hammarby verður hann liðsfélagi Jóns Guðna Fjólusonar. 

Síðustu ár hafa verið þyrnum stráð hjá Alfreð vegna meiðsla hans en hann skoraði 2 mörk í 10 deildarleikjum fyrir Augsburg á síðustu leiktíð. 

Þá lék hann síðast fyrir íslenska landsliðið 15. nóvember árið 2020 en Alfreð er með 15 mörk á markareikningi sínum í landsliðsbúningnum. 

Alfreð hefur áður leikið í sænsku efstu deildinni en hann skoraði 12 mörk í 17 leikj­um fyrir Hels­ing­borg árið 2012.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.